Hafa augu á klifri í Norðurfirði

Margir stunda klifur hér á landi, bæði innandyra og úti ...
Margir stunda klifur hér á landi, bæði innandyra og úti í náttúrunni. Þá eru nokkur svæði þar sem stundað er sportklifur. Ljósmynd/Magnús Arturo Batista

Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við Klifurhúsið og GG Sport vinna að því að koma upp sportklifursvæði í Norðurfirði á Ströndum.

Þeir leggja af stað vestur á þriðjudaginn og ætla að koma upp eins mörgum klifurleiðum á svæðinu og tími gefst til. „Við fengum 350 augu frá GG Sport og stefnan er að koma þeim öllum upp í sumar,“ segir Jónas G. Sigurðsson klifrari en eins og er eru fimm klifurleiðir í Norðurfirði.

Stefna á rúmlega 160 klifurleiðir

Aðspurður hvort mörg klifursvæði séu hér á landi segir hann að það séu nokkur svæði þar sem stundað er sportklifur. „Stærsta svæðið er Hnappavellir í Öræfasveit og svo eru nokkur minni svæði eins og undir Eyjafjöllum og Valshamar í Hvalfirði.“

Á Hnappavelli eru 160 klifurleiðir en á öðrum svæðum eru leiðirnar á bilinu 10 til 30. Jónas segir að svæðið í Norðurfirði muni vera í svipaðri stærð og Hnappavellir.

Til þess að setja upp klifurleiðirnar þurfa þau fyrst að komast upp á klettana til þess að setja upp akkeri þar sem þeir geta sigið niður á og skoða línuna sem þau hafa áhuga á, hvort þar sé fær leið upp og hvort séu grip. Þá þarf að byrja á því að hreinsa leiðina af gróðri og lausagrjóti áður en að hægt er að bora göt fyrir festingarnar, svokölluð augu, sem eru boltuð í.

Unnið er að því að koma upp sportklifursvæði í Norðurfirði ...
Unnið er að því að koma upp sportklifursvæði í Norðurfirði á Ströndum sem mun verða eitt stærsta útiklifursvæði á Íslandi. Ljósmynd/Magnús Arturo Batista


„Þetta eru 30 metra háir veggir og hver leið er með um 15 augum,“ segir Jónas og bætir við að hver og einn klifrari kemur með sínar eigin línur sem hann festir í augun við klifrið.

Stór hópur íslenskra klifrara

Jónas segir að klifur sé vinsæl íþrótt hér á landi bæði innandyra og úti í náttúrunni. „Af þeim sem stunda inniklifrið er stór hluti sem stundar útiklifur á sumrin, örugglega tvö til þrjú hundruð manns.“ Aðspurður hvort hann verði var við að ferðamenn sem koma hingað til lands leiti í klifrið segist hann sérstaklega sjá það á Hnappavöllum. „Ísland er ekkert orðið klifuráfangastaður en það hafa komið hingað hópar bara í þeim tilgangi að klifra.“

Uppbygging á klifursvæðinu á Hnappavöllum byrjaði árið 1991 en Jónas segir að á hverju ári bætist við nýjar og nýjar klifurleiðir. Nokkuð nýlega er búið að uppgötva Vestrahorn við Höfn í Hornafirði þar sem stundað er það sem kallað er grjótglíma (e. boldering) þar sem fólk klifrar upp grjót með ekkert annað en dýnu undir.

„Þetta eru 30 metra háir veggir og hver leið er ...
„Þetta eru 30 metra háir veggir og hver leið er með um 15 augum,“ segir Jónas sem er einn þeirra sem stefnir á að setja upp klifurleiðir í Norðurfirði á næstu vikum. Ljósmynd/Magnús Arturo Batista
mbl.is

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...