Milljón Tommaborgarar á ári

Ein búlla Tomma af mörgum.
Ein búlla Tomma af mörgum.

Umsvif Hamborgarabúllu Tómasar á Íslandi og erlendis hafa aukist ár frá ári og selur keðjan nú yfir milljón hamborgara á ári.

Keðjan notar skoskt kjöt í borgarana, þ.m.t. á Íslandi, nema hvað norskt kjöt er notað í Ósló. Mikið af brauðinu er bakað í London.

Tómas Tómasson veitingamaður segir í undirbúningi að opna nýjan stað í Oxford í Bretlandi, sem verður sá 21. í röðinni. Þá sé leitað að hentugu húsnæði í Madrid.

Miðað við verð á dæmigerðri hamborgaramáltíð hjá keðjunni má ætla að milljón seldir borgarar skili 1-2 milljörðum króna í veltu á ári.

Í umfjöllun um umsvif þessi í ViðskiptaMogganum í dag segir Tómas það aukast ár frá ári að fólk kaupi tilbúinn mat í stað þess að elda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »