Úr álögum moldarkofanna

Sementsverksmiðjan á Akranesi.
Sementsverksmiðjan á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi hefur lokið hlutverki sínu og hin miklu mannvirki verksmiðjunnar verða rifin á næstu misserum, alls um 140 þúsund rúmmetrar.

Sementsverksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók formlega til starfa 14. júní 1958 en þann dag lagði Ásgeirs Ásgeirsson, forseti Íslands, hornstein verksmiðjunnar. Fyrstu sementspokarnir komu á markað nokkru síðar. Í frásögn Morgunblaðsins af vígslu verksmiðjunnar 14. júní 1958 sagði orðrétt: „Þá lagði forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hornstein að verksmiðjunni. Gerði hann það með því að múra blýhólk með sögu verksmiðjumálsins til þessa dags og fleiri merkum upplýsingum í þar til gerða rás í verksmiðjuveggnum. Flutti hann ávarp, óskaði þjóðinni heilla, „að vera leyst úr aldagömlum álögum moldarkofanna, hafnleysu og vegleysu“.“

Er óhætt að segja að orð Ásgeirs forseta hafi ræst. Sementsverksmiðjan framleiddi hráefni í steinsteypu í meira en hálfa öld og leysti þjóðina úr álögum moldarkofanna.

Verktakar eru áhugasamir

Akraneskaupstaður auglýsti á dögunum eftir tilboðum í niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 30. ágúst nk. Fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að áætlaður kostnaður við niðurrif mannvirkjanna væri um 400 milljónir króna.

Kynningarfundur var haldinn í síðustu viku og var hann mjög vel sóttur.

„Það er greinilegt að margir verktakar hafa áhuga á verkinu,“ segir Sigurður Páll Harðarson,

sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Reiknað er með að niðurrif hefjist nú á haustmánuðum og ljúki haustið 2018.

Alls verða 16 mannvirki rifin en önnur fá að standa, til dæmis sementstankarnir og strompurinn, sem setja mikinn svip á umhverfið. Óvirkum úrgangi (steypubrotum) verður komið fyrir í núverandi skeljasandgryfju. Í þá gryfju vantar umtalsvert efni m.t.t. áforma um uppbyggingu skv. deiliskipulagi sem nú er í kynningu, segir Sigurður Páll. Vélbúnaðurinn fer væntanlega í brotajárn.

Hráefnin í framleiðslu Sementsverksmiðjunnar voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr Hvalfirði. Þess vegna var Akranes talin heppilegasta staðsetning fyrir verðsmiðjuna. Framleiðslugeta verksmiðjunnar var um 100 þúsund tonn af gjalli og 200 þúsund tonn af sementi á ári. Sementsverksmiðju ríkisins var breytt í hlutafélag árið 1993 og fékk heitið Sementsverksmiðjan ehf. Íslenskt sement ehf. keypti verksmiðjuna af ríkinu í október 2003.

Í áratugi sá verksmiðjan íslenskum byggingariðnaði fyrir sementi. Eftir bankahrunið dróst salan verulega saman og árið 2011 var það lélegasta í sögu verksmiðjunnar. Nam salan þá aðeins um 32 þúsund tonnum. Þegar mest var (árið 1975) var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var mikil uppbygging á Þjórsársvæðinu. Salan 2007 nam tæplega 153 þúsund tonnum, en þá voru framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun í fullum gangi.

Síðustu tonnin voru framleidd í Sementsverksmiðjunni á Akranesi í febrúarmánuði 2012 og sama ár var hafinn innflutningur á sementi frá norska sementsframleiðandanum Norcem AS. Sementsinnflutningur verður áfram að sögn Sigurðar Páls en Sementsverksmiðjan er með mannvirki sem nýtast undir þá starfsemi til ársins 2028. Um er að ræða mannvirki sem eru vestast á svæðinu, þ.e. pökkunarmiðstöð, sementssíló og rana út á sementsbryggju.

Á fyrstu áratugum í rekstri Sementsverksmiðjunnar störfuðu þar allt að 180 manns. Með breyttri tækni fækkaði starfsmönnum og á seinni árum störfuðu lengst af um 80 manns við verksmiðjuna. Verksmiðjan var í áratugi mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Akurnesinga.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...