„Viljinn var einfaldlega enginn“

„Við lögðum fram tillögu í borgarstjórn 16. maí um að grunnskólanemendur í Reykjavík fengju skólagögn endurgjaldslaust. Meirihlutinn var hins vegar ekki reiðubúinn að samþykkja tillöguna og að þetta yrði að veruleika í haust. Þess í stað var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2018 og kemur þá til skoðunar hvort þetta verði þarnæsta haust.“

Þetta segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, í samtali við mbl.is en haft er eftir S. Birni Blöndal, formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar, í frétt Ríkisútvarpsins í morgun að ólíklegt sé að það náist að bjóða upp á skólagögn án endurgjalds í grunnskólum borgarinnar í haust.

Fjölmörg sveitarfélög hafa ákveðið að bjóða grunnskólabörnum upp á skólagögn án endurgjalds í haust eða að minnsta kosti sautján samkvæmt upplýsingum frá Barnaheillum. Þar á meðal eru Akra­nes, Reykja­nes­bær, Hafn­ar­fjörður, Ak­ur­eyri, Sandgerði og Ísafjarðarbær en það síðastnefnda reið á vaðið fyrir nokkrum árum í þessum efnum.

Hugsanlega kosningalykt að málinu

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Ef það hefði verið vilji hjá meirihlutanum fyrir þessu hefði þetta verið hægt í haust því tillagan var lögð fram um miðjan maí. Þá lá fyrir bráðabirgðaútreikningur frá skóla- og frístundasviði upp á um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þannig að það lá nokkurn veginn fyrir á þessum tíma hver kostnaðurinn yrði. Viljinn var einfaldlega ekki til staðar.“

Guðfinna segir að fulltrúar meirihlutans í Reykjavík, sem samanstendur af Samfylkingunni, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Bjartri framtíð og Pírötum, hafa borið það fyrir sig að frumvarp um málið lægi fyrir á Alþingi um málið vildu þeir sjá hvernig það færi. En ég benti þá á að stutt væri eftir af þinginu og því ólíklegt að það næðist í gegn.

„Fyrir vikið væri eðlilegt að samþykkja tillöguna okkar og minnti ég á áskorun þess efnis lægi fyrir frá Barnaheillum. En viljinn var einfaldlega enginn,“ segir Guðfinna. Orðalag S. Björns bendi til þess að meirihlutinn sé að skýla sér á bak við það að einhver tímaskortur sé vegna málsins en tæpir þrír mánuðir séu síðan tillagan hafi verið lögð fram í borgarstjórn.

„Það hefði verið nógur tími til þess að gera þetta ef viljinn hefði verið fyrir hendi. En kannski er ætlunin að leggja þetta til á næsta ári, kosningaárinu, svo það líti vel út í aðdraganda kosninga,“ segir hún. Mörg önnur sveitarfélög hafi verið að samþykkja að fara þessa leið eða hliðstæða töluvert eftir að tillagan hefði verið lögð fram í borgarstjórn í maí.

Meirihluti jöfnuðar viljalaus í málinu

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ljóst að þróunin sé í þessa átt og að færð hafi verið rök fyrir því að málið eigi sér stoð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekki megi mismuna börnum. Það sé nokkuð merkilegt að meirihlutinn í borginni sem kenni sig við jöfnuð hafi ekki viljað taka málið upp á sína arma. 

mbl.is

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 65000.- Uppl. 8691204...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...