Gústaf heimsmeistari í fjórgangi

Gústaf Ásgeir Hinriksson er heimsmeistari í fjórgangi ungmenna.
Gústaf Ásgeir Hinriksson er heimsmeistari í fjórgangi ungmenna. Ljósmynd/Krijn Buijtelaar

Annar heimsmeistaratitill Íslendinga er í höfn á HM í hestaíþróttum Hollandi. Gústaf Ásgeir Hinriksson átti örugga sýningu á Pistli frá Litlu-Brekku í fjórgangi ungmenna í dag og hlutu þeir 6,80 í einkunn.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Anna Bryndís Zingsheim varð fyrir því óhappi að hryssan hennar Náttrún vom Forstwald missti skeifu og gat hún því ekki klárað úrslitin.

Hin þýska Olivia Ritschel lenti einnig í brasi en hennar hestur hljóp upp á brokkinu, Hún átti í erfiðleikum með að hægja niður svo hún yfirgaf völlinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert