„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar ...
Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar Pétursson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina.

Arnar kom í mark á tímanum 2:28:17 sem er besti tími Íslendings í maraþoninu sem og nýtt persónulegt met Arnars en með sigrinum nældi hann sér jafnframt í Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni. Arnar tryggði sér nokkuð öruggan sigur en í öðru sæti hafnaði Svíinn Patrik Eklund sem kom í mark rétt rúmum 11 mínútum á eftir Arnari. Hann segir lykilinn að velgengninni meðal annars felast í því að detta af og til úr formi til að geta unnið sig aftur upp.

„Íslenskt logn“ og sól í augun

Spurður um aðstæður í hlaupinu á laugardaginn segir Arnar þær hafa verið með besta móti miðað við það sem gengur og gerist á Íslandi.

„Eins og maður kallar það í hlaupum þá var íslenskt logn sem eru svona 2-3 metrar á sekúndu, það einhvern veginn dettur aldrei alveg niður hérna. Síðan var hitastigið mjög fínt en það er betra að hafa ekki sólina skínandi í andlitið á þér í tvo og hálfan tíma en það gerði þetta bara skemmtilegra, meiri stemning og fleira fólk sem kom út að hvetja þannig að þetta var bara eiginlega eins gott og það verður á Íslandi,“ segir Arnar.

Veður var með besta móti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.
Veður var með besta móti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar hefur átt góðu gengi fagna í Reykjavíkurmaraþoninu en síðan hann byrjaði að keppa hefur hann nælt sér í nokkra Íslandsmeistaratitla og árið 2012 sigraði hann einnig í heildarkeppninni á tímanum 2:41:06. 

„Síðan þá hefur þetta gengið misvel seinustu ár. Ég hef þurft að hætta tvisvar og í fyrra var ég í öðru sæti þannig að það var alveg extra gaman að vinna í ár og bæta sig um eitt sæti og tíminn var algjör bónus,“ segir Arnar.

Á verðlaunapall í fyrsta maraþoninu

Arnar hljóp sitt fyrsta maraþon um leið og hann hafði aldur til 18 ára gamall og hafnaði þá í öðru sæti þrátt fyrir að hafa aldrei æft hlaup sérstaklega. Efasemdaraddir voru þá uppi um hvort hann hefði raunverulega hlaupið rétta leið en síðan þá hefur Arnar lent í alls konar uppákomum í keppnum.

„Ég hef verið ansi óheppinn og lent í ansi skrítnum aðstæðum vægast sagt. Þetta reyndar byrjaði bara í rauninni í fyrsta hlaupinu sem ég hljóp þegar ég var 18 ára,“ segir Arnar og hlær.

„Ég ákvað bara að hlaupa þetta til að geta tékkað það af listanum, að geta sagt að maður hefði hlaupið maraþon, bara að hafa gaman af þessu, æfði ekki neitt fyrir þetta og var bara í körfubolta og það endaði með því að ég var annar af Íslendingunum og bætti eitthvert met í undir 20 ára og ég vissi ekkert hvað ég var að gera í rauninni,“ bætir hann við.

Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni.
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir það skapaðist umræða um að Arnar hefði hugsanlega ekki hlaupið réttu leiðina þar sem tímamælingin hafði klikkað á einum eða tveimur stöðum í hlaupinu en annar hlaupari gar vottað fyrir að Arnar hefði hlaupið rétta leið.

Ýmsar uppákomur allt frá fyrsta hlaupi

Þá var Arnar kærður fyrir svindl í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014 en var sýknaður eftir að yfirdómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sanna að um svindl væri að ræða. Loks var sigurinn dæmdur af Arnari í víðavangshlaupi ÍR árið 2015 sem rekja má til mistaka við brautarvörslu að sögn Arnars.

„Þannig að þetta byrjaði eiginlega alveg í fyrsta hlaupi. Þetta er allt búið að vera mjög óvart og óviljandi og ég einhvern veginn lendi í þessu,“ segir Arnar. Aðspurður segir hann þó engar athugasemdir hafa verið gerðar í ár og sigur hans í Reykjavíkurmaraþoninu 2017 því ótvíræður.

Þarf að detta úr formi til að byggja sig aftur upp

Næsta hlaup á dagskrá hjá Arnari er að öllum líkindum Hleðsluhlaupið sem fer fram á fimmtudaginn og einhver fleiri hlaup hérlendis í sumar. Á næsta ári stefnir Arnar svo á að taka þátt í fleiri og stærri mótum erlendis.

„Eftir næstu helgi þá kannski tekur maður svona 10 daga hvíld þar sem maður hleypur ekki neitt. Það er mjög mikilvægt að detta einmitt úr formi til þess að geta byggt sig aftur upp í form. Það er nefnilega tækni sem menn eru oft mjög hræddir við að gera, að leyfa líkamanum að detta alveg úr formi,“ segir Arnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

09:55 Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

4% atvinnuleysi í janúar

09:23 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Meira »

Morgunblaðið langvinsælast á timarit.is

08:18 Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Meira »

3,7 jarðskjálfti á Öxarfirði

09:07 Skjálfti af stærð 3,7 varð úti á Öxarfirði um hálfáttaleytið í morgun um 15 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Hafa minni skjálftar orðið í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann mögulega tengjast Grímseyjarhrinunni. Meira »

Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

07:57 Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Meira »

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnanhvassviðri eða -stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og síðdegis má búast við stormi. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...