Rólegt í röðinni í H&M

Rólegt yfir röðinni fyrir utan H&M í Smáralind rúmum tveimur …
Rólegt yfir röðinni fyrir utan H&M í Smáralind rúmum tveimur tímum fyrir opnun. mbl.is/Þorsteinn

Opnunar fyrstu verslunar sænska tískurisans H&M hér á landi hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Verslunin opnar í Smáralind klukkan tólf í dag en nú rétt fyrir klukkan tíu voru um tuttugu manns mættir í röðina.

Fyrstu þúsund viðskiptavinirnir fá gjafa­bréf í verslunina en and­virði þeirra er á bil­inu 1.500 til 25.000 krón­ur. Sá sem fyrst­ur mæt­ir fær 25 þúsund króna gjafa­bréf, sá næsti 20 þúsund króna gjafa­bréf og sá þriðji bréf að and­virði 14 þúsund krón­ur. Næstu þúsund gest­irn­ir fá gjafa­bréf að and­virði 1.500 krón­ur. Þá verður veitt­ur 20% af­slátt­ur af öll­um vör­um fyrsta dag­inn. 

mbl.is/Þorsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert