Hótaði að hringja á lögregluna

Þrír þreyttir Austurríkismenn sáu engan annan kost í stöðunni en að tjalda við Rauðavatn í nótt. Þeir Norbert, Lukas og Andreas lentu í Keflavík seint um kvöld og sáu ekkert tjaldstæði í námunda. Þegar þeir vöknuðu var þeim tilkynnt að lögreglunni hefði verið gert viðvart vegna þess en þeir eru nú á 14 daga ferðalagi um landið.

mbl.is heilsaði upp á ferðalangana sem völdu sér þennan óvenjulega náttstað en samkvæmt reglum Umhverfisstofnunar er ekki að sjá að þeir hafi gert neitt ólöglegt þótt val þeirra á náttstað hafi farið fyrir brjóstið á íslenskri konu sem ræddi við þá í morgun.

Reglur Umhverfisstofnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert