Fleiri hjóli og velji bíllaust líf

„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en ...
„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en bíl,“ segir Þráinn, hér á hjólinu sem starfsfólk Landslags notar til skemmri ferða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Umferðarteppur á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu lagast ekkert þótt farið yrði í stórkarlalegar framkvæmdir, eins og að breikka götur og byggja mislæg gatnamót. Reyndar er eftirtektarvert hve lengi margir bílstjórar eru að hökta af stað, þegar græna ljósið á gatnamótum kviknar. Margir laumast á netið í símanum meðan rauða ljósið logar og valda þannig töfum.“

Þetta segir Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. í Reykjavík. Hann er einn þeirra sem ferðast talsvert á reiðhjóli og telur hann það í öllu falli góðan kost, sem eigi að efla eins og tök leyfa. Í starfi sínu sem arkitekt lands og leiða hefur hann einnig komið með ýmsar hugmyndir í samgöngumálum sem síðan hafa verið raungerðar. Útgangspunkturinn þar er einfaldlega sá að aðstaða skapar áhuga. Séu til dæmis lagðir hjólastígar fjölgi hjólreiðafólkinu.

Aðstaða skapar áhuga

„Á rúmlega 20 árum er gert ráð fyrir að íbúum á svæðinu fjölgi um allt að 70 þúsund,“ segir Þráinn. „Hvorki skipulag, landrými né gatnakerfi ræður við aukna umferð einkabíla sem svarar til þessa fólksfjölda. Betri almenningssamgöngur, umferðarstýring með gjaldheimtu á bílastæðum og að skapa betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi með markvissum stígaframkvæmdum í skjólgóðu og vistlegu umhverfi eru nauðsynlegar aðgerðir til að búa í haginn fyrir framtíðina.“

Nærumhverfi okkar mótast á marga lund af þeim ramma sem skipulag svæða setur. Hvar á íbúðabyggð að vera, verslanir og þjónusta, aðgengi að almenningssamgöngum, græn svæði og svo framvegis? Taka þarf tillit til margra þátta og álit íbúa skiptir jafnan miklu. Þétting byggðar með góðri nærþjónustu og aðgerðir til að draga úr einkabílaumferð eru áberandi atriði í þeirri skipulagsstefnu sem nú er rekin í Reykjavík. Sú stefna er um margt samtóna því sem gerist víða um heim.

Lestir silast áfram

„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en ...
„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en bíl,“ segir Þráinn, hér á hjólinu sem starfsfólk Landslags notar til skemmri ferða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson


Flestir þekkja þær löngu bílalestir sem eru á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu frá því nokkru fyrir klukkan átta á morgnana og næsta klukkutímann eftir það. Lestirnar silast áfram og það er áberandi hve oft er bara einn í bíl. Erindi fólks eru eins ólík og það er margt og margir eru á leiðinni í háskólana, en við þá eru víðlend svæði sem taka mörg hundruð bíla í stæði. Þar er nærtækt að gera breytingar, að sögn Þráins.

„Fyrir námsfólk ætti að blasa við að taka strætó, enda séu fargjöldin lág og ferðir tíðar. Strætó þarf einfaldlega að vera besti valkosturinn. Hann þarf því að hafa forgang í umferðinni og vera fljótari en hinir. Til þess að hafa að minnsta kosti áhrif á einkabílamenninguna væri einfaldast að hafa gjaldskyldu á bílastæðum við háskólana og framhaldsskólana í borginni, og sambærilega staði, að minnsta kosti í eða við miðborgina. Slíkt er gert víða erlendis. Örflögur í bílum svara skynjara eða gjaldmæli þegar ekið er inn í miðborg Þrándheims í Noregi og þannig er umferðinni stýrt. Útkoman er því friðsæl borg og manneskjuleg, að mínu mati,“ segir Þráinn sem telur þróunina verða í þessa átt á Íslandi.

Gera umhverfið miklu betra

Með þéttari byggð og að hvert hverfi sé sjálfbært með tilliti til nauðsynlegrar þjónustu og betri almenningssamgangna, svo sem boðaðrar Borgarlínu, hefur fólk væntanlega minni not en nú fyrir einkabílinn, að mati Þráins

„Fólk veigrar sér mjög við að sjá hvað einkabíllinn vegur þungt í heimilisbókhaldi og notar bílinn sem yfirhöfn. Með nýjum kynslóðum sem hafa annað gildismat en nú er ráðandi kann þetta að breytast svo bíllaus lífstíll verði val fleiri,“ segir Þráinn og heldur áfram. „Við eigum að vera sammála um að draga úr umferð einkabíla vegna mengunar og umhverfissjónarmiða. Þar má fara ýmsar leiðir, en reynslan af samgöngustyrkjum sem mörg fyrirtæki greiða starfsfólki sínu er góð. Þá skuldbindur fólk sig til að fara meirihluta ferða sinna til vinnu með strætó, hjóli eða gangandi og þetta höfum við hér á Landslagi gert – og kemur vel út. Við erum líka með reiðhjól sem starfsfólk notar eins og tök leyfa, til skemmri erinda út í bæ. Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en bíl, fyrir svo utan að á miðjum vinnudegi fær skrifstofufólkið stutta útiveru í umhverfi þar sem minnka má mengun og gera umhverfið svo miklu betra.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjórir með annan vinning

21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...