Innkalla loftljós vegna hættu á raflosti eða bruna

Concord Beacon ES 50 luminaires
Concord Beacon ES 50 luminaires Ljósmynd/Aðsend

Fyritækið Felio Sylvian Europe Limited hefur hafið innköllun á loftljósum af gerðinni Concord Beacon ES 50 luminaires vegna galla við framleiðslu ljósanna sem getur leitt til hættu á raflosti eða bruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmannsstofu fyrirtækisins. 

Um er að ræða loftljós sem seld voru hjá S. Guðjónssyni ehf. á tímabilinu febrúar 2017 og fram í september 2017. Innköllunin nær til 480 eintaka af ljósum sem seld voru hjá S. Guðjónssyni á framangreindu tímabili 

Hægt er að rekja einstök kaup á ofangreindum loftljósum til kaupenda í flestum tilvikum og mun Feilo Sylvian senda þeim kaupendum bréf vegna innköllunarinnar. Aðrir sem telja sig hafa keypt loftljós sem falla undir innköllun þessa er bent á að hafa samband við Feilo Sylvian annað hvort með tölvupósti á póstfangið: aftersales.feedback.uk@feilosylvania.com eða í síma +44-0800-4402478, eða að leita beint til S. Guðjónssonar ehf. sem getur aðstoðað kaupendur.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is