Bryggjuhverfi á teikniborðinu

Bryggjuhverfi vestur er hér sýnt með grænum lit fyrir miðju. ...
Bryggjuhverfi vestur er hér sýnt með grænum lit fyrir miðju. Sementstankarnir verða áberandi í hverfinu. Hægra megin er vestasti hlutinúverandi Bryggjuhverfis og vinstra megin má sjá útlínur að nýjum áfanga Bryggjuhverfisins, sem rísa mun á landfyllingum þegar tímar líða. Tölvumynd/Arkís

Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið ber vinnuheitið Bryggjuhverfi vestur og verður þar sem athafnasvæði Björgunar ehf. er nú á Sævarhöfða. Björgun á samkvæmt samningum að rýma svæðið eigi síðar en í maí 2019. Þau mannvirki sem eru á lóðinni munu víkja fyrir utan sementstankar tveir sem eru syðst á svæðinu og setja mikinn svip á það.

Á fundi borgarráðs 12. október sl. var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi hses. (byggingarfélagi verkalýðsfélaga) vilyrði fyrir byggingarrétti á um 30 íbúðum í hinu nýja hverfi. Einnig var óskað eftir að borgarráð samþykkti að veita Búseta húsnæðissamvinnufélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á markaðsverði á um 35 íbúðum í tveimur húsum í hverfinu. Lóðavilyrðin eru veitt með nokkrum skilyrðum, m.a. að deiliskipulag um lóðina fáist samþykkt og samningaviðræðum Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar um kaup borgarinnar á landinu ljúki með samkomulagi. Borgarráð samþykkti tillögurnar.

Landfylling út í sjó

Nýlega voru kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. október 2017, sem unnin er af Arkís, Verkís og Landslagi, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Bryggjuhverfi vestur. Svæðið er að mestu á núverandi landfyllingu og afmarkast af núverandi Bryggjuhverfi til austurs, Ártúnshöfða til suðurs og sjó til norðurs og vesturs. Til norðurs snýr deiliskipulagssvæðið til sjávar, en gert er ráð fyrir að núverandi landfylling stækki út í sjó. Til vesturs er fyrirhuguð frekari landfylling í rammaskipulagi Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Landfyllingin verður 25.000 fermetrar og hefur verið samið við Björgun um að sjá um gerð hennar. Þegar því verki lýkur verður ný íbúðarbyggð skipulögð á henni.

Bryggjuhverfi vestur er fyrsti deiliskipulagsáfanginn sem unninn er á grunni rammaskipulags Elliðaárvogs og Ártúnshöfða, sem byggist á áherslum aðalskipulags Reykjavíkur. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða, sem reistar verða á skipulagstímabilinu, rísi innan núverandi þéttbýlismarka.

Fallegt útsýni yfir Sundin verður frá nýja hverfinu.
Fallegt útsýni yfir Sundin verður frá nýja hverfinu. mbl.is/Eggert

Landslag við voginn og Ártúnshöfða hefur tekið verulegum breytingum af mannavöldum síðustu 50 ár að því er fram kemur í kynningu á hinu nýja deiliskipulagi. Geirsnef fyllti nánast út í voginn þegar umframefni og úrgangi var komið þar fyrir og ós Elliðaánna færðist um einn kílómetra til norðurs. Einnig var fyllt upp vestan og norðan með Ártúnshöfða til aðstöðusköpunar fyrir iðnfyrirtæki og vinnslu jarðefna.

Byggðamynstur Bryggjuhverfis II verður þriggja til fimm hæða randbyggð þar sem samfelld húsaröð í jaðri lóðar upp við götu umlykur húsagarð. Inngarðar verða að mestu leyti ofan á bílgeymslum og skulu að mestu vera bílastæðafríir. Bryggjutorg verður helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu, skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Bryggjutorg tengist fyrirhuguðu Krossmýrartorgi um Breiðhöfða og almenningsrýmum við strönd til norðurs.

„Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík. Þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Á landfyllingum neðan höfðans felast tækifæri í nálægð við sjóinn og sundin blá auk greiðra tenginga við útivistarleiðir og ríka náttúru í Grafarvogi og Elliðaárdal,“ segir í kynningu.

Núverandi Bryggjuhverfi er byggt á deiliskipulagi frá 1997, með síðari breytingum. Hverfið er að mestu á landfyllingu í mynni Grafarvogs norðanundir Ártúnshöfða. Byggðin hefur sterkan heildarsvip bryggjuhverfis. Björgun ehf. fékk Björn Ólafs, arkitekt í París, til að annast deiliskipulag og að hluta til hönnun húsa í hverfinu. Fyrstu húsin í Bryggjuhverfinu risu árið 1998.

Hverfið hefur liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar til á allra síðustu árum. Að auki var það einangrað frá nágrannahverfum og fulllítið til að vera sjálfbært hvað varðar verslun og þjónustu. Með stækkun Bryggjuhverfisins á næstu árum verður breyting hér á.

Innlent »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...