Neyðarákall vegna barna rohingja

Rohingjar á flótta.
Rohingjar á flótta. AFP

UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Um 100.000 barna eru undir fimm ára. Mörg þessara barna hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og eru ein á flóttanum. Að minnsta kosti 21% barna undir fimm ára þjást af vannæringu og hætta er á að kólerufaraldur og aðrir smitsjúkdómar geti brotist út.

Neyðin er gífurleg og UNICEF varar við því að það sé ekki einungis verið að ræna þessi börn barnæsku sinni heldur einnig  framtíð sinni. „Mörg barna rohingja á flótta í Bangladess hafa orðið vitni að grimmdarverkum í Mjanmar sem ekkert barn á nokkurn tíman að þurfa að sjá, og hafa upplifað gífurlegan missi,“ segir Anthony Lake, framkvæmdastjóri UNICEF í tilkynningu.

„Þau þurfa mat, hreint vatn, hreinlætisaðstöðu og bólusetningar til að vernda þau gegn sjúkdómum sem geta brotist út þegar neyðarástand ríkir. En þau þurfa einnig hjálp til að vinna sig úr þeim áföllum sem þau hafa þurft að þola. Þau þurfa menntun. Þau þurfa sálræna aðstoð. Þau þurfa von,“ segir Lake jafnframt. 

Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið UNICEF í nr 1900 (1500 krónur), gefa með kreditkorti hér eða leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950.

Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn rohingja er í fullum gangi og nú þegar hefur fjöldi fólks stutt söfnunina hér á landi. Framlög heimsforeldra hafa einnig runnið til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn á flótta frá Mjanmar. 

Með neyðarákallinu sem UNICEF sendir í dag fylgir ný skýrsla, Outcast and Desperate: Rohingya refugee children face a perilous future. Þar kemur fram að sá fjöldi rohingja sem hefur flúið síðustu vikur bætist í hóp hundruð þúsunda annarra sem höfðu flúið ofbeldið í Rakhine héraði áður. Þau hafast við í yfirfullum bráðabirgða flóttamannabúðum þar sem mikill skortur er á helstu nauðsynjum. Á hverjum degi bætast við um 1.200 – 1.800 börn sem hafa flúið yfir landamærin og bera með sér merki um gífurleg áföll og ofbeldi. Í skýrslunni kemur einnig fram að í óreiðunni sem ríkir eru börn mjög viðkvæm fyrir misnotkun og mansali.

Með ákallinu kallar UNICEF eftir tafarlausum aðgerðum alþjóðasamfélagsins á fjórum megin sviðum:

  • Aukinn alþjóðlegan fjárstuðning til þess að hægt sé að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð sem nær til allra barna á svæðinu;
  • Vernda börn rohingja og fjölskyldur þeirra og veita tafarlaust aðgengi hjálparstofnana að öllum þeim börnum sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis í Rakhine héraði;
  • Styðja það að þeir rohingjar sem vilja snúa heim til Mjanmar geti gert það á öruggan og virðingaverðan hátt;
  • Vinna að langtíma lausn og binda endi á ofbeldið.

UNICEF krefst þess að grimmdarverkum gegn óbreyttum borgurum í Rakhine héraði linni tafarlaust og að hjálparstofnanir fái óhindraðan aðgang að öllum þeim börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi þar. Enn sem komið er hefur UNICEF ekki fengið aðgengi að börnum rohingja í norðurhluta Rakhine-héraðs.

Í flóttamannabúðunum sem byggst hafa upp í Bangladess er bætt vatns- og hreinlætisaðstaða forgangsatriði en starfsfólk UNICEF á svæðinu hefur áhyggjur af úbreiðslu sjúkdóma sem dreifast með óhreinu vatni, þ.á.m niðurgangspestir sem geta verið lífshættulegar fyrir vannærð börn. Einnig er lögð áhersla á að veita börnum menntun og sálræna aðstoð í öruggum barnvænum svæðum og vinna með samstarfsaðilum í að takast á við kynbundið ofbeldi.

UNICEF hefur nú þegar náð að dreifa mikið af hjálpargögnum og veita börnum og fjölskyldum þeirra þeirra í búðunum lífnauðsynlega hjálp. Má þar nefna:

  • 36.083 börn hafa verið skimuð fyrir vannæringu og um 1.000 börn hafa fengið meðhöndlun við alvarlegri bráðavannæringu;
  • Yfir 100.000 mannst hafa aðgengi að hreinu vatni;
  • 135.519 börn hafa verið bólusett gegn mislingum og rauðum hundum;
  • Umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900.000 rohingja er hafið og þegar hafa 679,678 manns verið bólusett;
  • 26.924 börn fá sálræna aðstoð og stuðning í öruggum barnvænum svæðum, af þeim eru 822 fylgdarlaus börn sem hafa verið skráð;  
  • Búið er að koma á fót 228 skólasvæðum fyrir börn rohingja þar sem þau geta leikið sér, lært og eignast vini á öruggum stað.

„Þörfin er yfirþyrmandi og umfangið mikið. Stórauka þarf neyðaraðgerðir á svæðinu til að hægt sé að veita öllum þeim fjölda barna sem þurfa á að halda nauðsynlega hjálp,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, í tilkynningu. 

Fjöldi barna býr við neyð.
Fjöldi barna býr við neyð. AFP
mbl.is

Innlent »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Bálhvasst við Höfða

16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »

Hætta á skriðuföllum

15:58 Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land. Meira »

Skiptu um sæti eftir fíkniefnaakstur

15:34 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 15 mánuði. Stöðvaði lögreglan manninn á Reykjavíkurvegi í apríl 2016, en þá höfðu lögreglumenn mætt bílnum og strax þekkt ökumanninn. Meira »

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

15:28 Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Orsakir slyssins enn óljósar

15:09 Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »

Sunna Elvira komin til Sevilla

15:31 Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Vildi skipa 2. sæti listans

15:18 „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Meira »

14 bjóða sig fram í Hafnarfirði

14:58 Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor rann út í vikunni en kjörnefnd bárust fjórtán framboð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars næstkomandi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
Ukulele
...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...