„Þeir eru að selja undir okkar kostnaðarverði“

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. mbl.is/Árni Sæberg

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að fyrirtækið sé komið fyrir vind hvað varðar stórfelldar umbreytingar á rekstrinum, búið sé að fækka verslunum um 20 þúsund fermetra og lykilverslanir séu komnar í sitt besta horf. Hann segir áhrif Costco mikil og varanleg. 

Í uppgjöri Haga fyrir annan ársfjórðung kom fram að sala í mat­vöru­versl­un­um fyrirtækisins hafi dregist sam­an um 7,1% í krón­um talið miðað við sama tíma­bil í fyrra. Finnur segir helstu áhrifaþættina vera fjóra. 

Í fyrsta lagi er veruleg verðhjöðnun á þessu tímabili sem er meiri og yfir lengra tímabil en fordæmi eru fyrir. Meðalstyrking á milli ára í okkar innkaupum í erlendri mynt er 15,1% sem þýðir að við erum að upplifa verðhjöðnun á sama tíma og við erum með innlendar kostnaðarhækkanir.

Annar áhrifaþáttur eru gjörbreyttar markaðsaðstæður með innkomu Costo á markaðinn sem hefur í sumum tilfellum selt undir kostnaðarverði Haga. 

„Við erum stærsti kaupandinn á Íslandi og ég á bágt með að trúa því að þeir séu með betri innkaupaverð. Þeir eru að selja undir okkar kostnaðarverði, það liggur fyrir,“ segir Finnur. „Þetta eru mikil áhrif og ég met það svo að þau séu varanleg.“

Tímamótamánuður

Þriðji þátturinn eru stórfelldar umbreytingar á félaginu. Verslunarfermetrum fækkað um tæplega 20 þúsund undanfarin tvö rekstrarár og áætluð fækkun næstu 2-3 ár er um 7 þúsund fermetrar. Annars vegar er um að ræða endanlegar lokanir eins og á verslun Debenhams en hins vegar tímabundnar lokanir eins og Hagkaupa í Kringlunni sem opnaði aftur síðustu helgi. 

„Við höfum ekki verið með tekjur á meðan þessar lokanir áttu sér stað og starfsfólkið var flutt milli búða eða í önnur verkefni. Ég lít á þennan mánuð sem ákveðin tímamót þar sem við erum búin með þessar stóru breytingar sem hafa verið í framkvæmd undanfarin tvö ár.“

Fjórði þátturinn eru síðan umtalsverðar kjarasamningshækkanir. 

Jákvæð gengisþróun fram undan

Þrátt fyrir að kostnaðarhækkanir, samdrátt og gjörbreytt markaðsumhverfi segist Finnur sjá ýmis jákvæð teikn á lofti. 

„Hlutfallsleg framlegð félagsins helst óbreytt þrátt fyrir allar þessar breytingar og það eru komnar þrjár verðkannanir sem sýna að Bónus sé með flestar vörur á lægsta verðinu. Það sýnir að við séum að skila styrkingu krónunnar til viðskiptavina okkar og að Bónus standi eftir sem ódýrasti valkosturinn á Íslandi.“

Auk þess nefnir hann að nú sé hagkerfið að sigla inn í tímabil þar sem gengi krónunnar sé nær því sem það var fyrir ári.

Hlutabréf í Högum féllu um allt að níu prósent þegar markaðir opnuðu í morgun en lækkunin hefur að hluta til gengið til baka og stendur nú í tæpum sex prósentum. 

mbl.is

Innlent »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

Í gær, 18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

Í gær, 18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

Í gær, 18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

Í gær, 17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

Í gær, 17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

Í gær, 16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

Í gær, 16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

Í gær, 16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »