„Klukkan okkar er vitlaus“

Festing staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið var tekin ...
Festing staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið var tekin áður en skilningur var kominn á mikilvægi líkamsklukku og morgunbirtu til að stilla líkamsklukku af. AFP

Eins og staðan er í dag þá er klukkan hálfsex þegar við vöknum klukkan sjö á morgnana, miðað við sólargang,“ segir dr. Erna Sif Arnardóttir en hún er formaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags sem vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund.

Félagið óskaði eftir svörum frá stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingiskosninga um hver afstaða þeirra væri varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi. Einnig hvort flokkar myndu vilja seinka klukkunni allt árið eða breyta í sumar- og vetrartíma.

Erna segir málið mikilvægt lýðheilsumál og bendir á að vísindamenn sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunnar á níunda áratugnum hafi hlotið nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 

Morgunbirtan skiptir mestu máli

Hún bendir á að ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring hafi verið tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af.

„Morgunbirtan er það sem skiptir mestu máli við að stilla okkur af og halda okkur í takt við tímann. Ef við byggjum í helli og það væri engin sólarbirta þá myndum við alltaf fara seinna og seinna að sofa, og seinna á fætur. Við þurfum morgunbirtuna til að hjálpa okkur að vera í þessum 24 tíma takti,“ segir Erna.

Þar af leiðandi er erfiðara að koma sér á fætur í skammdeginu, þegar morgunbirtan er ekki til staðar. „Margir seinka sér mjög mikið til að mynda í jólafríinu en það má kalla þetta klukkuþreytu; að vilja fara seinna að sofa og vakna seinna á frídögum en maður þarf að gera vegna vinnu og skóla. Íslendingar eru með meiri klukkuþreytu en aðrar þjóðir og klukkan okkar er vitlaus.“

Sjö af ellefu flokkum í framboði svöruðu fyrirspurninni og enginn þeirra var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku, þó að flestir hafi þeir ekki mótað sér formlega stefnu í málinu. Engin svör bárust frá Pírötum, Dögun og Samfylkingunni.

Björt framtíð vill seinka klukkunni

Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálftvö, en ekki tólf.“

Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. 

Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 á þingi og hefur verið þverpólitísk samstaða í málinu.

mbl.is

Innlent »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »

Koma félaginu inn í nútímann

07:37 Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags 2018 verður haldinn á Grand hóteli í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20. Nýr formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, mun taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á fundinum. Meira »

Krap á Mosfellsheiði

07:03 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi en hálkublettir eru á fjallvegum víðs vegar um landið.  Meira »

Úr rigningu í snjókomu

07:01 Ekki er mikið um að vera í veðrinu þessa dagana; frekar hæg austlæg átt í dag og rigning um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið norðaustan til. Í kvöld bætir í úrkomuna norðvestanlands og útlit fyrir að hún verði slydda eða snjókoma á láglendi. Á morgun stefnir í norðlægari vind og dregur heldur úr úrkomu. Meira »

Andlát: Brynleifur H. Steingrímsson

05:30 Brynleifur H. Steingrímsson, fyrrverandi yfirlæknir og forseti bæjarstjórnar á Selfossi, lést á Landakotsspítala að kvöldi 24. apríl á 89. aldursári. Brynleifur fæddist 14. september 1929 á Blönduósi. Meira »

Seinkun leiðir til einstefnu

05:30 Ef dráttur verður á framkvæmdum við endurbætur á hluta Þingvallavegar mun þurfa að gera hann að einstefnuvegi og veginn við vatnið að einstefnuvegi á móti. Við það færist stærri hluti umferðarinnar en nú er að Þingvallavatni. Meira »

Gera kröfur og borga vel fyrir

05:30 Svonefndir fágætisferðamenn gera miklar kröfur til afþreyingar og aðbúnaðar meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi.  Meira »

Aukið álag í sjúkraflutningum

05:30 Útköllum vegna sjúkraflutninga á Suðurlandi fjölgaði um 4,8% milli áranna 2016 og 2017. Hlutfall erlendra ríkisborgara í sjúkraflutningum var 10,7% á árinu 2017 og eknir kílómetrar í sjúkraflutningum á Suðurlandi einu voru 600.000 á árinu 2017. Meira »

Margir vilja reka hótel

05:30 Fulltrúar félagsins Starrahæðar segja þeim fara fjölgandi sem vilja reka hótel sem félagið er að byggja á Selfossi. Áhuginn fari vaxandi. Meira »

Þakkar fiskinum langlífið

05:30 „Ég hef upplifað miklar breytingar á þessum hundrað árum,“ segir Guðrún Glúmsdóttir á Hólum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem varð hundrað ára í gær. Meira »

Hafnar því að stöðva framkvæmdirnar

05:30 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda um stöðvun framkvæmda í hinum forna Víkurgarði, á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Efnisatriði kæranna eru áfram til meðferðar hjá nefndinni. Meira »

Andlát: Sigrún Olsen

05:30 Sigrún Olsen, myndlistarkona og stofnandi Lótushúss, lést 18. apríl síðastliðinn, 63 ára að aldri. Sigrún var fædd 4. maí 1954, dóttir Olafs Olsen, flugstjóra hjá Loftleiðum (1924-1999), og eftirlifandi móður, Lilju Enoksdóttur, f. 1928. Meira »

18 missa vinnuna hjá Novomatic

05:30 Austurríska hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions, áður Betware, sem er með skrifstofur í Holtasmára í Kópavogi, hefur sagt upp 18 starfsmönnum sínum hér á landi. Meira »

Segja drögin óásættanleg

00:12 Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu funduðu í kvöld um samningsdrög um fyrirkomulag þjónustunnar við Sjúkra­trygg­ingar Íslands sem unnin voru á fundi Sjúkratrygginga Íslands og fulltrúa ljósmæðra í dag. Meira »

230 þúsund tonna skip til Íslands?

05:30 Faxaflóahöfnum hefur borist fyrirspurn um það hvort fyrirtækið geti tekið á móti 230.000 brúttótonna skemmtiferðaskipi.   Meira »

Andlát: Sigurlás Þorleifsson

05:30 Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum, er látinn. Hann varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti í Eyjum síðastliðið þriðjudagskvöld, 24. apríl. Sigurlás var fæddur í Vestmannaeyjum 15. júní 1957, sonur hjónanna Þorleifs Sigurlássonar og Aðalheiðar Óskarsdóttur. Meira »

Gæti snjóað norðvestanlands

Í gær, 23:41 Spáð er austlægri eða breytilegri átt í nótt, 3-10 metrum á sekúndu og rigningu með köflum um sunnanvert landið, dálitlum éljum fyrir norðan. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Fasteignir á ALGARVE svæðinu í PORTUGAL
Bæði luxus villur, einbýlishús af ýmsum stærðum og gerð og íbúðir í fjölbýli. s...
Hreinsa þakrennur o.fl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
 
Samkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Rafvirki óskast
Önnur störf
Rafvirki óskast Óskum eftir rafvirkja ...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Verkefnislýsing fyrir tillögu að bre...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...