Lærdómsríkt legóverkefni

Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar skipa þrjú lið í ...
Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar skipa þrjú lið í First Lego League-keppninni í ár. Þau hafa undirbúið sig vel undir stjórn umsjónarkennara síns, Guðjóns Arnar Magnússonar.

Örplast í sjónum, flóðið sem skall á þjóðvegi 1 á dögunum og hvernig á að endurnýta vatn í þvottavélum eru rannsóknarverkefni sem nemendur í 7. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar reyna að leysa í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League sem fer fram á morgun.

Hátt í 200 grunnskólanemendur í 21 liði frá 18 skólum eru skráðir til þátttöku í keppninni þar sem þau þurfa að spreyta sig á forritun, rannsóknarverkefnum, teymisvinnu og vélmennakappleik. Þema keppninnar í ár er vatn og þurfa þátttakendur að forrita vélmenni úr tölvustýrðu legói sem á að leysa þrautir tengdar vatninu.

Allur 7. bekkur er með

Grunnskóli Hornafjarðar hefur tekið þátt í First Lego League frá upphafi og sendir nú þrjú lið. „Við höfum haft það fyrir reglu í nokkur ár að senda alltaf einn árgang, allan 7. bekk. Það eru nú 24 krakkar, sem skiptast í þrjú lið,“ segir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri.

„Þetta er gríðarlega flott og lærdómsríkt verkefni. Nemendurnir læra forritun og þurfa að takast á við vandamál, læra að afla upplýsinga og koma með hugmyndir að lausnum, vinna saman sem hópur og halda utan um hvernig þau vinna. Þau þurfa síðan að útskýra vinnuna og keppa með vélmennum og á bak við þau liggur heilmikil forritunarvinna og þjálfun,“ segir Þórgunnur. Nemendunum finnist undantekningalaust öllum gaman að taka þátt í keppninni. „Við byrjum aðeins að kynna þeim þetta í 6. bekk, aukum tæknivinnu og forritun, svo þau koma aðeins undirbúin í 7. bekk. Við höfum líka notað legó mikið í nýsköpunarvinnuna hjá okkur sem við byrjum á í 4. bekk. Krökkunum finnst þetta skemmtilegt og læra helling á þessu.“

Stigvaxandi áhugi

Verðlaunabikararnir eru gerðir úr legói.
Verðlaunabikararnir eru gerðir úr legói.


Guðrún Bachmann, framkvæmdastjóri First Lego League-keppninnar á Íslandi, segir að síðan fyrsta keppnin var haldin árið 2005 hafi áhuginn farið stigvaxandi. „Það er mikill áhugi á að taka þátt í keppninni og við höfum velt því fyrir okkur, til þess að keppnin geti stækkað eins mikið og áhuginn bendir til, að skipta henni upp í landshlutakeppnir og vera síðan með úrslitakeppni að lokum. Ég held að það gefi miklu fleirum tækifæri til að vera með. Þetta er keppni sem reynir á svo marga ólíka þætti og liðin þurfa að vera samsett af nemendum með alls konar hæfni.“

First Lego League er alþjóðleg keppni og sigurliðinu gefst tækifæri til að taka þátt í keppninni First Lego League Scandinavia sem fer fram í Osló í desember.

Meirihluti liðanna sem keppa á morgun er úr landsbyggðarskólum. Spurð hverju það sæti segir Guðrún margt geta komið til. „Í minni einingum er kannski meiri sveigjanleiki til að gefa rými fyrir undirbúninginn og kennararnir meðvitaðri um að grípa öll tækifæri til að víkka út starfið. Í stærri samfélögum er kannski meira framboð af öllu mögulegu. Við sjáum líka að þeir skólar sem byrja að taka þátt í keppninni halda áfram ár eftir ár.“

Margt í boði

Legókeppnin fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardag, frá kl. 12:30 til 15:30. Á sama tíma verður boðið upp á fjölskylduskemmtun í anddyri Háskólabíós. Meðal annars verður vatn þar til umfjöllunar í anda keppninnar og fyrirtækið Krumma býður gestum að glíma við legóþrautir, rafknúinn kappakstursbíll Team Spark verður til sýnis og Vísindasmiðjan verður opin.

Innlent »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsóknar lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...