Sigurför Nonna stendur enn

Nonnahús á Akureyri er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur ...
Nonnahús á Akureyri er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur frá Þýskalandi, en þar eru Nonnabækurnar enn lesnar. Ljósmynd/Hörður Geirsson

„Vinsældir Nonna haldast enn og sú upphefð kemur ekki síst að utan. Hingað í Nonnahús koma á ári hverju um það bil 5.000 gestir frá útlöndum, einkum Þýskalandi, gagngert til þess að kynna sér sögusvið bóka Nonna sem selst hafa í milljónum eintaka,“ segir Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri.

Næstkomandi fimmudag, 16. nóvember, verður þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna. Í Nonnahúsi í Innbænum á Akureyri verður sérstök dagskrá af því tilefni og þar eru heimatökin hæg enda er Nonnahús, æskuheimili Nonna, í garði Minjasafnsins. Sömuleiðis verður tímamótanna minnst í Köln í Þýskalandi, en þar í borg dvaldist Nonni til dánardægurs haustið 1944, eftir að hafa farið um lönd og álfur og borið hróður heimalands síns með bókum sínum, en sú fyrsta kom út árið 1913, en alls urðu þær þrettán.

„Nonni hélt utan árið 1870, aðeins tólf ára gamall og til sanns vegar má færa að sú vegferð standi enn. Samfelld sigurför.

Bækur Nonna njóta enn vinsælda og eru lesnar af nýjum kynslóðum til dæmis í Norður-Evrópu, enda hefur þýska forlagið sem á höfundarréttinn endurútgefið bækurnar reglulega og haldið nafninu þannig á lofti,“ segir Haraldur.

Endurútgáfa bókanna er brýn

Bækur Nonna hafa verið þýddar á um 40 tungumál.
Bækur Nonna hafa verið þýddar á um 40 tungumál. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson


„Hjá þýsku ferðaskrifstofunni Studious er heimsókn í Nonnahús fastur liður í Íslandsferðum og núna rétt fyrir helgina kom til dæmis einn hópur á þeirra vegum til okkar,“ segir Haraldur. „Margir Þjóðverjar – og raunar fleiri – hafa sagt okkur að Nonnabækurnar hafi orkað mjög sterkt á sig í æsku og þá hafi þeir einsett sér að koma til Íslands. Þá lifa sögur alltaf meðal Japana, en þangað fór hann til fyrirlestra og bækur hans eru enn gefnar út þar í landi.“

Árið 2012 kom út ævisaga Nonna sem Gunnar F. Guðmundsson skráði og segir Haraldur Þór að áhugi Íslendinga á höfundinum hafi aukist eftir það. Nú sé reyndar orðið brýnt að endurútgefa bækurnar, sem Nonnahús á íslenska útgáfuréttinn að. Síðast voru þær gefnar út fyrir um áratug í endursögn – og svo eru til enn eldri útgáfur sem Freysteinn Gunnarsson þýddi úr þýsku.

Sveipaði Ísland ævintýraljóma

Jón Sveinsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal hinn 16. nóvember 1857, en fluttist á áttunda ári með sínu fólki til Akureyrar þar sem fjölskyldan settist að. Að föður Nonna látnum varð móðir hans að leysa fjölskylduna upp og þekktist boð fransks aðalsmanns sem vildi kosta nám tveggja íslenskra drengja til náms. Því varð úr að í ágúst hélt Nonni handan um höf hvar hann dvaldist upp frá því, mest í Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Í háskólum las hann bókmenntir og guðfræði, en árið 1878 gekk Nonni í jesúítaregluna og vígðist til prests. Hann skóp sér nafn með bókum sínum – þar sem hann sveipaði Ísland ævintýraljóma. Bækurnar hafa verið þýddar á um 40 tungumál og gefnar út í milljónum eintaka. Sjónvarpsþættirnir Nonni og Manni sem gerðir voru um 1990 byggjast á efni þeirra.

Haraldur Þór Egilsson.
Haraldur Þór Egilsson. Ljósm/Hörður Geirsson

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...