Harmar óþægindin sem fjölskyldan varð fyrir

Sjúkratryggingar Íslands. Mál þeirra Ágústs og Sólveigar hefur verið rætt ...
Sjúkratryggingar Íslands. Mál þeirra Ágústs og Sólveigar hefur verið rætt hjá starfsfólki Sjúkratrygginga, þar sem það hefur verið tekið til skoðunar.

Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir verkferla sína í framhaldi af bloggfærslu Ágústs H. Bjarna­son grasa­fræðings, sem mbl.is greindi frá um helgina. Ágúst sagði farir sínar af samskiptum við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, Land­spít­al­ann og fleiri stofn­an­ir ekki slétt­ar. Ágúst missti eig­in­konu sína, Sól­veigu Aðal­björgu Sveins­dótt­ur, fyr­ir ári eft­ir þriggja og hálfs árs bar­áttu við ólækn­andi MND-sjúk­dóm og var m.a. ósáttur við að haft var samband við fjölskylduna til að sækja sjúkrarúm Sólveigar daginn sem hún lést. 

„Það er alveg ljóst að það er mikið til í því sem hann [Ágúst] er að gagnrýna okkur fyrir og þar af leiðandi er ekkert annað að gera en að harma óþægindin sem hann og kona hans urðu fyrir,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í samtali við mbl.is. „Um leið, þá þakkar maður fyrir ábendingarnar og það er alveg ljóst að við munum hér reyna að bæta úr.“

Steingrímur Ari segir málið hafa verið rætt hjá starfsfólki Sjúkratrygginga, þar sem það hefur verið tekið til skoðunar. „Við munum fara yfir verkferla í framhaldinu,“ bætir hann við.

Hlutir sem eiga ekki að gerast

Ágúst lýsir í bloggfærslu sinni baráttu við svifaseint kerfi og erfiðleikum við að fá hjálpartæki afgreidd, m.a. að fá lyftur settar upp innan- og utanhúss fyrir Sólveigu. Eins hafi verið mikið stapp að fá samþykkt að íbúð þeirra hjóna hentaði áfram til búsetu fyrir Sólveigu eftir greiningu. 

Spurður hvort að hann kannist við að kerfið sé svifaseint kveðst Steingrímur Ari ekki vilja fara út í einstök atriði. „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum,“ segir hann en játar því þó að kerfið geti vissulega verið svifaseint.  „Síðan geta auðvitað hlutir gerst sem eiga ekki að gerast og sem jafnvel eru einstakir eða án fordæma, eins og þessi beiðni um að fá að sækja sjúkrarúmið samdægurs,“ segir hann. „Það er einsdæmi að svona gerist og auðvitað þegar að það gerist, þá ganga menn í að tryggja að það gerist ekki aftur.“

Ágúst gagnrýnir einnig að starfsfólk Landspítala hafi geta sótt um hluti til Sjúkratrygginga fyrir hönd Sólveigar án þess að þeim hafi verið kunnugt um það fyrr en eftir á.  Steingrímur Ari kveðst ekki vilja tjá sig um þau mál. Hann bendir þó á að í mörgum tilvikum þurfi vottorð og umsagnaraðila og eins hafi miklar breytingar verið gerðar í því að straumlínulaga ferla undanfarið ár.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist harma óþægindin sem ...
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist harma óþægindin sem Ágúst og kona hans urðu fyrir. mbl.is

Hjálpartæki fyrir hundruð þúsunda eða milljónir

Hvað baráttu þeirra Ágústar og Sólveigar við að sanna að hægt væri fyrir þau að gera nauðsynlegar breytingar á íbúð sinni til að þau gætu búið þar áfram, segir Steingrímur Ari það vera dæmi um eitthvað sem Sjúkratryggingar vilji fylgja eftir.

„Þarna snýst þetta um reglugerð sem við vinnum eftir, þar segir að það þurfi að kanna möguleikan á að hluteigandi skipti um húsnæði. Þá þurfum við að gera það.“

Í kaflanum um lyftur í reglugerð um hjálpartæki segir: „Heimilt er að greiða lyftur fyrir hjólastólanotendur og þá sem eru með mjög skerta göngugetu og nota gönguhjálpartæki á heimili umsækjenda. Skilyrði er að umsækjendur þurfi nauðsynlega að nýta báðar hæðir húsnæðis vegna frumþarfa (að húsnæðið henti með tilliti til fötlunar/færnisskerðingar umsækjanda að öðru leyti og að ekki sé möguleiki á að skipta um húsnæði).“

Bendir Steingrímur Ari á að með þessari klausu séu miklar skyldur settar á Sjúkratryggingar.

„En auðvitað er gríðarlega mikilvægt að menn hafi hagsmunina að leiðarljósi og vissulega skiptir þá máli hvort að verið er að tala um hjálpartæki sem kosta hundruð þúsunda eða milljónir. Svo er þetta auðvitað líka alltaf spurning um framsetningu og að menn séu nærgætnir í samskiptum við sjúkratryggða.“

Engum greiði gerður að fá tæki sem ekki er hægt að nota

Eins lýsir Ágúst ströggli við að fá rétta hjólastóla afgreidda fyrir Sólveigu. Svo virðist sem sjúklingur fái afhent það sem sé til á lager óháð hvort það henti honum. Þá hafi starfsmaður Heimahlynningar gripið til þess að lýsa aðstæðum á heimilinu verri en þær væru til að flýta afgreiðslu á heppilegum stól.

„Menn eru að leitast við að fara eftir reglum og vera sjálfum sér samkvæmir í afgreiðslu mála. Að því sögðu er jafnframt leitast við að hafa hagsmuni hins sjúkratryggða að leiðarljósi,“ segir Steingrímur Ari er hann er spurður út í þessa lýsingu. „Það er engum greiði gerður með því að leggja til tæki ef það er síðan ekki hægt að nota það, eða notkun þess er verulega skert. Þá er reynt að horfa á hlutina heilstætt og í þessu tilviki hvort að það sé möguleiki á að breyta eða skipta um húsnæði eins og lögin gera ráð fyrir til þess að hlutaðeigandi fái þá notið hjálpartækisins eða þess sem hjálpartækinu er ætlað að koma til móts við. Auðvitað getur þetta verið erfitt og allt tekur þetta tíma sem reynir líka á fólk.“

Stöðugt sé hins vegar unnið að því að straumlínulaga þessa ferla. „Ég leyfi mér að fullyrða að okkur hefur tekist vel upp þar og náð að betrumbæta margt á umliðnum misserum,“ segir hann.

„Að hluta til gengur þetta þá út á það að fela ytri aðilum að klára mál og þá umbreytist okkar hlutverk ef til vill úr því að vera að afgreiða beint hluti í að vera að fylgjast með því að menn fari eftir settum reglum.“

Mikilvægt að verði ekki rof í þjónustu

Ágúst lýsir í bloggfærslu sinni að sú staða hafa komið upp að útlit yrði fyrir að Sólveig yrði matarlaus í 3 daga er leyfi fyrir afhendingu á „sondu“-fæði rann út. Leyfisbeiðnin þurfti að fara í gegnum Sjúkratryggingar, heimahjúkrun og heimilislækni til að fást afgreidd hjá fyrirtækinu sem selur fæðið.

„SÍ krafðist þess að fá vott­orð á papp­ír, sem hafði það í för með sér, að Sól­veig yrði mat­ar­laus frá föstu­degi til þriðju­dags,“ segir í færslu Ágústar. 

„Nú voru góð ráð dýr. Haft var sam­band við Land­spít­ala (Foss­vogi) og þar fékkst einn lítri af „sondu“-nær­ingu. Síðan varð að kaupa LGG, súr­mjólk og sitt­hvað fleira, sem talið var óhætt að gefa Sól­veigu. Sem bet­ur fer tókst að mestu leyti að brúa þetta „mat­ar­lausa“ bil fram að kvöldi þriðju­dags.“ 

Steingrímur Ari vill ekki tjá sig um þetta tilvik sérstaklega, en segir þó alveg ljóst að þarna hafi hlutir farið úrskeiðis. „Þá eru ein skilaboðin þau að það sé mikilvægt að hlutaðeigandi séu vel upplýstir um það hvernig hlutirnir eiga og geta gengið fyrir sig, þannig að það verði ekki neitt rof í þjónustu eða því sem fólk á rétt á að fá,“ segir hann.

Heimaþjónustan í lykilhlutverki 

Spurður hvort brotalöm kunni að vera á því að fólk rati í gegnum kerfið þegar það þurfi á aðstoð Sjúkratrygginga að halda og til að það átti sig á því hver sinn réttur þess sé, segir Steingrímur heimaþjónustuaðilann vera í lykilhlutverki í máli eins og þeirra Sólvegar og Ágústs. Þar séu persónulegu samskiptin við þann sem þiggur þjónustuna líka mest.

„Þetta eru fagaðilar sem kunna sitt fag og eiga og geta leiðbeint mönnum í gegnum það sem þeir þurfa að ganga í gegnum. Auðvitað er ýmislegt í boð og ekki auðvelt að halda utan um alla þá aðstoð sem menn eiga rétt á, en ég held að það megi og eigi að ganga út frá því að fagaðilar sem margir hafi margra ára reynslu séu almennt að standa sig vel í því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...