Harmar óþægindin sem fjölskyldan varð fyrir

Sjúkratryggingar Íslands. Mál þeirra Ágústs og Sólveigar hefur verið rætt ...
Sjúkratryggingar Íslands. Mál þeirra Ágústs og Sólveigar hefur verið rætt hjá starfsfólki Sjúkratrygginga, þar sem það hefur verið tekið til skoðunar.

Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir verkferla sína í framhaldi af bloggfærslu Ágústs H. Bjarna­son grasa­fræðings, sem mbl.is greindi frá um helgina. Ágúst sagði farir sínar af samskiptum við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, Land­spít­al­ann og fleiri stofn­an­ir ekki slétt­ar. Ágúst missti eig­in­konu sína, Sól­veigu Aðal­björgu Sveins­dótt­ur, fyr­ir ári eft­ir þriggja og hálfs árs bar­áttu við ólækn­andi MND-sjúk­dóm og var m.a. ósáttur við að haft var samband við fjölskylduna til að sækja sjúkrarúm Sólveigar daginn sem hún lést. 

„Það er alveg ljóst að það er mikið til í því sem hann [Ágúst] er að gagnrýna okkur fyrir og þar af leiðandi er ekkert annað að gera en að harma óþægindin sem hann og kona hans urðu fyrir,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í samtali við mbl.is. „Um leið, þá þakkar maður fyrir ábendingarnar og það er alveg ljóst að við munum hér reyna að bæta úr.“

Steingrímur Ari segir málið hafa verið rætt hjá starfsfólki Sjúkratrygginga, þar sem það hefur verið tekið til skoðunar. „Við munum fara yfir verkferla í framhaldinu,“ bætir hann við.

Hlutir sem eiga ekki að gerast

Ágúst lýsir í bloggfærslu sinni baráttu við svifaseint kerfi og erfiðleikum við að fá hjálpartæki afgreidd, m.a. að fá lyftur settar upp innan- og utanhúss fyrir Sólveigu. Eins hafi verið mikið stapp að fá samþykkt að íbúð þeirra hjóna hentaði áfram til búsetu fyrir Sólveigu eftir greiningu. 

Spurður hvort að hann kannist við að kerfið sé svifaseint kveðst Steingrímur Ari ekki vilja fara út í einstök atriði. „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum,“ segir hann en játar því þó að kerfið geti vissulega verið svifaseint.  „Síðan geta auðvitað hlutir gerst sem eiga ekki að gerast og sem jafnvel eru einstakir eða án fordæma, eins og þessi beiðni um að fá að sækja sjúkrarúmið samdægurs,“ segir hann. „Það er einsdæmi að svona gerist og auðvitað þegar að það gerist, þá ganga menn í að tryggja að það gerist ekki aftur.“

Ágúst gagnrýnir einnig að starfsfólk Landspítala hafi geta sótt um hluti til Sjúkratrygginga fyrir hönd Sólveigar án þess að þeim hafi verið kunnugt um það fyrr en eftir á.  Steingrímur Ari kveðst ekki vilja tjá sig um þau mál. Hann bendir þó á að í mörgum tilvikum þurfi vottorð og umsagnaraðila og eins hafi miklar breytingar verið gerðar í því að straumlínulaga ferla undanfarið ár.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist harma óþægindin sem ...
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist harma óþægindin sem Ágúst og kona hans urðu fyrir. mbl.is

Hjálpartæki fyrir hundruð þúsunda eða milljónir

Hvað baráttu þeirra Ágústar og Sólveigar við að sanna að hægt væri fyrir þau að gera nauðsynlegar breytingar á íbúð sinni til að þau gætu búið þar áfram, segir Steingrímur Ari það vera dæmi um eitthvað sem Sjúkratryggingar vilji fylgja eftir.

„Þarna snýst þetta um reglugerð sem við vinnum eftir, þar segir að það þurfi að kanna möguleikan á að hluteigandi skipti um húsnæði. Þá þurfum við að gera það.“

Í kaflanum um lyftur í reglugerð um hjálpartæki segir: „Heimilt er að greiða lyftur fyrir hjólastólanotendur og þá sem eru með mjög skerta göngugetu og nota gönguhjálpartæki á heimili umsækjenda. Skilyrði er að umsækjendur þurfi nauðsynlega að nýta báðar hæðir húsnæðis vegna frumþarfa (að húsnæðið henti með tilliti til fötlunar/færnisskerðingar umsækjanda að öðru leyti og að ekki sé möguleiki á að skipta um húsnæði).“

Bendir Steingrímur Ari á að með þessari klausu séu miklar skyldur settar á Sjúkratryggingar.

„En auðvitað er gríðarlega mikilvægt að menn hafi hagsmunina að leiðarljósi og vissulega skiptir þá máli hvort að verið er að tala um hjálpartæki sem kosta hundruð þúsunda eða milljónir. Svo er þetta auðvitað líka alltaf spurning um framsetningu og að menn séu nærgætnir í samskiptum við sjúkratryggða.“

Engum greiði gerður að fá tæki sem ekki er hægt að nota

Eins lýsir Ágúst ströggli við að fá rétta hjólastóla afgreidda fyrir Sólveigu. Svo virðist sem sjúklingur fái afhent það sem sé til á lager óháð hvort það henti honum. Þá hafi starfsmaður Heimahlynningar gripið til þess að lýsa aðstæðum á heimilinu verri en þær væru til að flýta afgreiðslu á heppilegum stól.

„Menn eru að leitast við að fara eftir reglum og vera sjálfum sér samkvæmir í afgreiðslu mála. Að því sögðu er jafnframt leitast við að hafa hagsmuni hins sjúkratryggða að leiðarljósi,“ segir Steingrímur Ari er hann er spurður út í þessa lýsingu. „Það er engum greiði gerður með því að leggja til tæki ef það er síðan ekki hægt að nota það, eða notkun þess er verulega skert. Þá er reynt að horfa á hlutina heilstætt og í þessu tilviki hvort að það sé möguleiki á að breyta eða skipta um húsnæði eins og lögin gera ráð fyrir til þess að hlutaðeigandi fái þá notið hjálpartækisins eða þess sem hjálpartækinu er ætlað að koma til móts við. Auðvitað getur þetta verið erfitt og allt tekur þetta tíma sem reynir líka á fólk.“

Stöðugt sé hins vegar unnið að því að straumlínulaga þessa ferla. „Ég leyfi mér að fullyrða að okkur hefur tekist vel upp þar og náð að betrumbæta margt á umliðnum misserum,“ segir hann.

„Að hluta til gengur þetta þá út á það að fela ytri aðilum að klára mál og þá umbreytist okkar hlutverk ef til vill úr því að vera að afgreiða beint hluti í að vera að fylgjast með því að menn fari eftir settum reglum.“

Mikilvægt að verði ekki rof í þjónustu

Ágúst lýsir í bloggfærslu sinni að sú staða hafa komið upp að útlit yrði fyrir að Sólveig yrði matarlaus í 3 daga er leyfi fyrir afhendingu á „sondu“-fæði rann út. Leyfisbeiðnin þurfti að fara í gegnum Sjúkratryggingar, heimahjúkrun og heimilislækni til að fást afgreidd hjá fyrirtækinu sem selur fæðið.

„SÍ krafðist þess að fá vott­orð á papp­ír, sem hafði það í för með sér, að Sól­veig yrði mat­ar­laus frá föstu­degi til þriðju­dags,“ segir í færslu Ágústar. 

„Nú voru góð ráð dýr. Haft var sam­band við Land­spít­ala (Foss­vogi) og þar fékkst einn lítri af „sondu“-nær­ingu. Síðan varð að kaupa LGG, súr­mjólk og sitt­hvað fleira, sem talið var óhætt að gefa Sól­veigu. Sem bet­ur fer tókst að mestu leyti að brúa þetta „mat­ar­lausa“ bil fram að kvöldi þriðju­dags.“ 

Steingrímur Ari vill ekki tjá sig um þetta tilvik sérstaklega, en segir þó alveg ljóst að þarna hafi hlutir farið úrskeiðis. „Þá eru ein skilaboðin þau að það sé mikilvægt að hlutaðeigandi séu vel upplýstir um það hvernig hlutirnir eiga og geta gengið fyrir sig, þannig að það verði ekki neitt rof í þjónustu eða því sem fólk á rétt á að fá,“ segir hann.

Heimaþjónustan í lykilhlutverki 

Spurður hvort brotalöm kunni að vera á því að fólk rati í gegnum kerfið þegar það þurfi á aðstoð Sjúkratrygginga að halda og til að það átti sig á því hver sinn réttur þess sé, segir Steingrímur heimaþjónustuaðilann vera í lykilhlutverki í máli eins og þeirra Sólvegar og Ágústs. Þar séu persónulegu samskiptin við þann sem þiggur þjónustuna líka mest.

„Þetta eru fagaðilar sem kunna sitt fag og eiga og geta leiðbeint mönnum í gegnum það sem þeir þurfa að ganga í gegnum. Auðvitað er ýmislegt í boð og ekki auðvelt að halda utan um alla þá aðstoð sem menn eiga rétt á, en ég held að það megi og eigi að ganga út frá því að fagaðilar sem margir hafi margra ára reynslu séu almennt að standa sig vel í því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níu leytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »

Í vímu yfir á rauðu ljósi

07:31 Ökumaður vélhjóls, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók gegn rauðu ljósi og á bifreið á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Hlýtt á Norðausturlandi

06:50 Veðurstofan varar við varasömum aðstæðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum vegna vindhviða í dag og kvöld. Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi en hlýju og þurru á Norðausturlandi. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

06:30 „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Í gær, 21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »