Hærra gistináttagjald eykur virðisaukaskatt

Á Center-hótel Miðgarði við Hlemm eru samtals 170 herbergi.
Á Center-hótel Miðgarði við Hlemm eru samtals 170 herbergi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi Center-hótelkeðjunnar, segir það mikið áhyggjuefni að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé boðað að taka upp hlutfallslegt gistináttagjald.

Keðjan á sex hótel í miðborg Reykjavíkur og undirbýr byggingu tveggja nýrra. Máli sínu til stuðnings bendir Kristófer á að virðisaukaskattur myndi þá leggjast ofan á gistináttagjaldið. Virðisaukaskattur sé enda lagður á heildarverð í lokin. Því muni boðuð veltutenging gistináttagjalds auka útgjöld hótela vegna virðisaukaskatts.

Með þetta í huga sé það skammgóður vermir að ríkisstjórnin hyggist falla frá fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Til upprifjunar ætlaði fráfarandi stjórn að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 11% í 22% árið 2019. Gistináttagjald var hins vegar þrefaldað í haust úr 100 kr. í 300 kr. á hverja gistieiningu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert