Skjálftahrina í Skjaldbreið

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir í fjallinu Skjaldbreið en þar hafa mælst nokkrir tugir skjálfta síðan í gærkvöld samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Frétt mbl.is: Skjálfti af stærð 3,5 í Skjaldbreið

Þannig varð jarðskjálfti klukkan 19:20 í gærkvöld sem mældist 3,5 að stærð. Rúmum hálftíma síðar varð skjálfti af stærð 3,2 og klukkan 21:25 varð skjálfti af stærð 3,7.

Fram kemur að stærri skjálftarnir hafi báðir fundist í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri hafi einnig fundist á Kjalarnesi og í Borgarfirði.

Margir minni jarðskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Jafn stór skjálfti og sá sem reið yfir á áttunda tímanum í gærkvöld hefur ekki orðið á svæðinu síðan 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert