Algjör kvennasprengja

Ísold Uggadóttir og Krístín Þóra Haraldsdóttir.
Ísold Uggadóttir og Krístín Þóra Haraldsdóttir. Haraldur Jónasson / Hari

Eitt stærsta tækifærið fyrir erlenda mynd til að fá athygli og dreifingu vestanhafs er kvikmyndahátíðin Sundance í Bandaríkjunum. Íslensk mynd hefur aðeins einu sinni áður verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar en nýlega bárust tíðindi af því að kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sé önnur í sögu íslenskra kvikmynda til að hljóta slíka tilnefningu.

Ísold hefur áður gert nokkrar stuttmyndir, ein þeirra hefur meðal annars verið tilnefnd til Sundance-verðlauna en Ísold viðurkennir að þessi viðurkenning sé talsvert stærri þar sem um kvikmynd í fullri lengd sé að ræða. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Kristín Þóra og Ísold settust niður með blaðamanni yfir kaffibolla og svöruðu því fyrst hvernig tilfinning það væri að vera tilnefndur.

Hugsuðuð þið aldrei; þetta er hrikalega góð mynd, hún á sko alveg möguleika á að komast á Sundance?

Ísold: „Maður náttúrlega vonar en aðeins 12 myndir komast áfram af mörg þúsund sem sækja um. Eftir að ég komst með stuttmyndina Góða gesti á hátíðina 2007, sem var mikill sigur, hugsaði ég hversu frábært það yrði að komast að með mynd í fullri lengd, en bjóst kannski ekki við að draumurinn rættist.“

Kristín Þóra: „Þetta er stórkostleg tilfinning og svolítið súrrealísk líka. Ég er ný í kvikmyndaheiminum, er búin að vera mikið í leikhúsinu en Andið eðlilega er fyrsta kvikmyndin sem ég leik í. Ég er því svolítið mikið búin að vera að spyrja Ísold: „Og hvað? Hvað svo? Hvernig virkar þetta?“  Ég man að þegar ég las handritið fyrst táraðist ég og fann hvað mig langaði til að þessi saga fengi að heyrast sem víðast. Ekki síst þess vegna er alveg geggjað að fá þessa viðurkenningu.“

Hvað þýðingu hefur það fyrir kvikmynd að komast á Sundance?

Ísold: Myndin fær mun meiri athygli en hún hefði nokkurn tímann annars fengið, sérstaklega frá bandarísku pressunni. Þetta er tækifæri til að koma list sinni á framfæri en einnig markaður fyrir myndirnar. Eitt af stóru markmiðum kvikmyndagerðarfólks er að bíómyndirnar komist í bíóhús því kvikmyndir eru auðvitað líka menningarútflutningur. Myndir sem fara á Sundance eiga miklu meiri möguleika á slíku en þarna er samankomið fólk sem er að velja titla sem það sér fyrir sér að muni ganga vel í bíó.“

Segja má að Andið eðlilega sé algjör kvennasprengja. Kona skrifaði handritið, leikstýrði, sá um kvikmyndatökur, var framkvæmdastjóri, voru aðstoðarleikstjórar, kona valdi í hlutverk, konur leika tvö aðalhlutverkin, kona sá um leikmynd, búninga, gervi og meðframleiðendur voru konur. Þannig mætti endalaust áfram telja.

Var þetta meðvituð ákvörðun að hafa konur á nær öllum póstum?

Ísold: „Já og nei. Þegar við fórum að ráða fólk í vinnu leið mér aldrei öðruvísi en við værum að ráða hæfasta fólkið sem stóð okkur til boða hverju sinni, og það var svolítið tilviljanakennt að það voru konur. Við fórum ekki út og leituðum sérstaklega uppi konur til að vera meðframleiðendur en vissulega höfðaði efniviðurinn til kvenna og þær leituðu til okkar. Fyrsti meðframleiðandinn var þannig sænsk kona sem heyrði okkur kynna verkið á framleiðslumessu í Noregi og varð strax mjög hrifin. Hvort ástæðan var sú að efniviðurinn er svolítið kvenlægur veit ég ekki. Ég viðurkenni þó að ég var með það bak við eyrað að mig langaði að vinna með kvikmyndatökumanneskju sem væri kona. En ég hefði skoðað allt.“

Er öðruvísi að vera saman svona margar konur?

Kristín: „Þetta er aðeins öðruvísi orka jú en ég hugsaði ekki mikið út í það hreinlega fyrr en eftir á, hvað það væri töff að það skyldu vera svona margar konur samankomnar í verkefninu. Það var eiginlega frekar að maður hugsaði: Af hverju er þetta ekki oftar svona?“

Ísold: „Í kvikmyndagerð er svo rosalega mikið álag, hver dagur er pakkaður og pressan þannig að maður hefur eiginlega ekki tíma til að staldra við og átta sig á sérstöðunni eða rómantíkinni. Við vorum úti í öllum veðrum, með börn og dýr og mörg tungumál á setti, á venjulegum degi gat heyrst íslenska, enska, sænska, pólska og franska á tökustað. Creole og arabíska jafnvel. Þetta var því mikil áskorun og tvöföld leikstjórn oft þegar gefa þurfti fyrirmæli bæði á ensku og íslensku.“

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.

40 manns biðu eftir ketti

Andið eðlilega fjallar um hælisleitandann Adja frá Gíneu-Bissá sem belgíska leikkonan Babetida Sadjo leikur og hvernig örlög hennar fléttast saman við örlög íslenskrar konu, Láru, sem Kristín Þóra leikur. Leiðir þeirra liggja saman við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli þar sem Adja er stöðvuð í vegabréfaeftirliti af Láru, sem hefur nýhafið störf á Keflavíkurflugvelli. Þær tengjast óvæntum böndum en með stórt hlutverk fer líka Patrik Nökkvi Pétursson, sem leikur ungan son Láru. Myndin var tekin upp á Suðurnesjum og var verkefnið gífurlega flókið í afleitu veðri þar sem stundum var ekki stætt úti.

Vissuð þið að þetta yrði flókið?

Ísold: „Ég held ég hafi ekki áttað mig á því hversu flókið þetta yrði, sem betur fer. Þegar ég var að skrifa handritið hugsaði ég með mér að þetta væri nú frekar einfalt í vinnslu; tvær konur, strákur og köttur, ekkert mál!“

Kristín: „Einhvern tíman heyrði ég að  það væri miklu erfiðara að leika með börnum í senum, og svo enn erfiðara þegar dýr bætast við, þarna vorum við með bæði. Ekki það, það var ótrúleg gæfa hvað Patrik er frábær, það var eins og að leika með atvinnumanneskju. En það var stórfurðuleg upplifun að geta ekki haldið áfram með tökur því kötturinn var ekki tilbúinn. Vildi ekki koma undan sætinu í bílnum og maður beið í skítakulda eftir þessu krútti.“

Ísold: „Stundum voru 40 manns að bíða eftir því að kötturinn færi milli staða a og b sem er dýrt spaug. Patrik var bara átta ára þegar við tókum myndina upp en hann var ótrúlega fær og mætti alltaf með textann á hreinu. Hann minnti okkur líka á að ákveðnir leikmunir yrðu að vera með næstu senu því þeir hefðu verið í þeirri fyrri.“

Kristín Þóra: „Hann sagði einu sinni við mig; Finnst þér leiðinlegt að bíða? Ég svaraði að já, stundum væri það leiðinlegt. Hann svaraði að bragði: „Já, en það er bara hluti af því að vera leikari, Kristín.“

Viðtalið má lesa í heils inni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

v

Innlent »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »

Vilja fagna fullveldinu með nýjum frídegi

15:05 Undirbúningur hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum á morgun, vegna 100 ára fullveldis landsins, var efni þingfundar dagsins. Þingmenn lýstu yfir þakklæti vegna fullveldisins og þá sagði Miðflokkurinn að fagna ætti afmælisárinu með því að gera 1. desember, fullveldisdaginn, að almennum frídegi. Meira »

Rútufyrirtækin fagna í kvöld

14:10 „Við erum afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu en hún er alveg í takt við það sem við áttum von á,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Gray Line. Hann segir ljóst að Gray Line og önnur rútufyrirtæki muni fagna í kvöld. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Bílalyftur frá JEMA á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. Einnig snigildrifnar danskar gæðaly...