Stöðvuðu kannabisræktun á Hólmavík

Maðurinn var með á annan tug kannabisplantna í ræktun.
Maðurinn var með á annan tug kannabisplantna í ræktun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í gærkvöldi var karlmaður handtekinn og framkvæmd húsleit á heimili hans á Hólmavík vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við húsleitina fannst nokkurt magn af marijúana, afrakstur kannabisræktunar, og á annan tug kannabisplantna sem voru enn í ræktun. Einnig fundust ýmis áhöld sem nýtast við slíka ræktun. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Tindur, tók þátt í þessari aðgerð með vinnufélögum sínum, lögreglumönnum frá Hólmavík og Ísafirði.

Manninum var sleppt síðdegis í dag að lokinni yfirheyrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert