Flugvélin leigð út í nærri þúsund daga

TF-SIF er á leið í erlend verkefni.
TF-SIF er á leið í erlend verkefni. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur verið leigð til verkefna erlendis á hverju ári síðan hún var tekin í fulla notkun.

Árin 2010 til 2017 hefur flugvélin verið í verkefnum erlendis í samtals 947 daga. Það er rúmlega 30% ársins að meðaltali.

Lengst stóð þessi útgerð árið 2012 en þá var TF-SIF fjarri Íslandsströndum í 188 daga. Í ár er gert ráð fyrir því að flugvélin verði í verkefnum erlendis í þrjá mánuði, að því er fram kemurí umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert