Fluttu 19 manns niður af heiðinni

mynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir þurftu að koma 19 manns til aðstoðar og flytja niður af Mosfellsheiði nú fyrir skömmu, en fólkið hafði lent í vandræðum með bíla sína vegna veðurs. Heiðin er nú lokuð og einhverja bíla þurfti að skilja eftir.

„Það fóru svo hópar áfram alla leið að Þingvöllum og Kjósarskarði til að kanna hvort það væru mögulega fleiri í vandræðum þar. En það hafa ekki komið upp fleiri tilvik þar sem bílar hafa verið í vandræðum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Björgunarsveitir standa vaktina á öllum þeim stöðum þar sem vegir eru lokaðir, en Hellisheiði, Þrengsli og Lyngdalsheiði eru einnig lokaðar. Suðvestanlands mun halda áfram að ganga á með mjög dimmum éljum þar til í nótt.

Þá hefur lögreglan á Suðurlandi varað við að ekk­ert ferðaveður sé á Suður­landi og í upp­sveit­um vegna lé­legs skyggn­is, en þar geng­ur á með tals­verðum élj­um. Þetta á einnig við um þá vegi sem ekki eru skráðir lokaðir hjá Vega­gerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert