„Karlar geta alveg saumað“

Birgir Hrafn Sigurðsson hafði lengi haft áhuga á að eignast þjóðbúning en það er auðveldara um að tala en í að komast. Það eina í stöðunni var því að fara á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og sauma búning en það hafði karlmaður ekki gert um árabil. 15 ár voru liðin frá því að Birgir hafði spreytt sig á saumaskap en hann lét það ekki stöðva sig. „Karlar geta alveg saumað,“ segir hann sposkur á svip.

Rétt náðist að klára búninginn fyrir jólin en það stóð tæpt eins og Birgir Hrafn lýsir í myndskeiðinu sem fylgir með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert