Sveitarfélögin greiða til Brúar

Merki Brú
Merki Brú Mynd/Brú lífeyrissjóður

Sveitarfélög landsins, launagreiðendur sjóðfélaga í Brú lífeyrissjóði, þurfa að reiða fram um 40 milljarða króna framlag til sjóðsins til þess að koma honum í jafnvægi til framtíðar.

Greiðslurnar eru í samræmi við þær skyldur sem Alþingi samþykkti á ríki og sveitarfélög þegar lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins var breytt. Ríkið hefur greitt um 20 milljarða til sjóðsins, að því er fram kemur í umfjöllun um greiðslur þessar í Morgunblaðinu í dag.

Rúmir 27 milljarðar fara í lífeyrisaukasjóð, sem mun mæta framtíðarskuldbindingum vegna lífeyrisauka þeirra sjóðfélaga sem eiga rétt á honum. Þá munu níu milljarðar fara í jafnvægissjóð sem verður ráðstafað til að koma áfallinni stöðu A-deildar Brúar í jafnvægi miðað við 31. maí 2017 og rúmir þrír milljarðar fara í varúðarsjóð, sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert