Íslendingur í annað sinn

María ásamt manni sínum.
María ásamt manni sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. María, sem er dóttir Sveins og Guðrúnar Kjarval, og barnabarn Jóhannesar Kjarval listmálara, ólst upp á Íslandi til 18 ára aldurs.

„Mamma var oft veik og því dvaldi ég mikið hjá móðurafa mínum Helga Hjörvar og móðurömmu Rósu,“ segir María, sem er yngst fimm systkina. Hús þeirra á Suðurgötu 6 er því æskuheimilið í hennar huga, en sjálf fluttist fjölskyldan víða enda mikill húsnæðisskortur á þessum árum, segir María.

Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.
Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.

Ætlaði að stoppa stutt

Hún flutti til Norður-Jótlands þegar hún var 18 ára gömul. María segist bara hafa ætlað að heimsækja foreldra sína, sem þá voru sestir að á Norður-Jótlandi. „Ég hafði verið á Íslandi um sumarið, en það var ekkert að gera fyrir ungt fólk. Engin vinna eða neitt. Ég ætlaði bara í heimsókn en hef verið þar síðan,“ segir María. Þó að íslenskan sé lýtalaus má greina áhrif dönskunnar lítillega í framburðinum eftir nær hálfa öld á meginlandinu.

„Það er mikið talað um að maður eigi [sem innflytjandi] að samlagast þjóðfélaginu,“ segir María sem segist gjarnan hafa viljað fá danskan ríkisborgararétt til að geta kosið. Á þeim tíma var Dönum þó ekki heimilt að hafa tvöfalt ríkisfang og því þurfti hún að gefa eftir íslenska ríkisborgararéttinn. „En mér var sagt að það yrði auðvelt að skipta aftur ef ég þyrfti á því að halda.“

Það var síðan í tíð Helle-Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, að lögum um ríkisborgararétt var breytt, og frá september 2015 hafa Danir getað fengið tvöfalt ríkisfang. Hún hafi því ákveðið að slá til. „En ég er ekkert á leiðinni heim á pensjón,“ segir María ákveðin. Þetta er bara tilfinningaatriði fyrir mig. Hana dreymir þó um að eignast sumarhús á Íslandi þar sem hún geti haft vinnuaðstöðu.

Ísland í lykilhlutverki í listinni

María starfar sem myndlistarmaður og rekur gallerí í húsi sem hún og maðurinn hennar, sem er danskur, eiga að Nørregade í bænum Frederiksværk á Norður-Sjálandi. Hún viðurkennir að ættartengslin hafi verið þungur kross að bera en afi hennar er, sem fyrr segir, Jóhannes Kjarval, einn þekktasti listmálari okkar Íslendinga. „En maður lærir að lifa með því,“ segir María. Hún segir ekki síður hafa verið erfitt fyrir konu að hasla sér völl í myndlistinni á þeim tíma. Þannig hafi henni verið ýtt í nám í textílhönnun til að byrja með því það nám ætti að henta stúlkum betur. Það var ekki fyrr en hún var flutt til Kaupmannahafnar sem hún hóf að mála en síðan hefur hún ekki lagt pensilinn frá sér.

Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.
Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.

María hefur komið víða við á ferlinum en myndlistin hefur átt hug hennar alla tíð. „Ég hef meðal annars teiknað skólabækur í Zoologisk Museum og Biologisk Samling,“ segir María. Dýra- og líffræðisöfn, ef danskan bregst blaðamanni ekki. Þá vann hún um tíma sem vörður á Glyptotekinu.

Í fyrra opnaði hún sitt eigið gallerí, þar sem hún selur sína list en stefnan er sett á að selja einnig verk eftir aðra í framtíðinni. María segir Ísland leika stórt hlutverk í list sinni. Margar myndir hennar eru íslenskar landslagsmyndir. „Það eru þær sem gefa mest í vasann,“ segir María og hlær. Hún málar þó aldrei myndir af landslagi nema hafa komið þangað og notið náttúrunnar sjálf.

Kemur til Íslands nokkrum sinnum á ári

Fyrstu árin í Danmörku sótti María Ísland sjaldan heim, en síðustu 10-15 árin segist hún hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Hún sé í góðu sambandi við fjölskyldu sína hér á landi, meðal annars systur sína, Kolbrúnu Kjarval leirlistamann, sem býr á Akranesi og var einmitt útnefnd bæjarlistamaður Akraness í fyrra.

Bakgarður hússins er myndarlegur.
Bakgarður hússins er myndarlegur. Ljósmynd/Aðsend

María segir töluvert vesen hafa fylgt því að sækja um ríkisfang. Hún hafi hafist handa strax árið 2015 en síðan þá þurft að standa í „Ég vorkenni útlendingum sem eru að reyna að fá ríkisborgararétt.“ Á endanum hafi hún leitað sér aðstoðar lögfræðings.

Það hafðist þó að lokum, en 29. desember samþykkti Alþingi veitingu ríkisborgararéttarins mótatkvæðalaust. María var þá stödd í París að heimsækja systur sína. „Ég held að þú hafir uppgötvað það fyrr en ég að ég var orðin ríkisborgari,“ segir María að lokum og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hópbifreið og kennslubifreið rákust saman

10:49 Hópbifreið og kennslubifreið rákust saman á Hringbraut til móts við BSÍ laust fyrir klukkan tíu í morgun.  Meira »

Hélt að Emily Clark væri ofan af Skaga

10:30 Í hópi aukaleikara í London er allskonar áhugavert fólk, m.a fuglafræðingar og einfarar. Sara Björnsdóttir listakona tók að sér verkefni sem aukaleikari í nýjustu Star Wars myndinni og lenti í ýmsu. Meira »

Tölvuárásin kom frá útlöndum

10:30 Tölvuárásin sem var gerð á Póstinn fyrr í mánuðinum kom frá útlöndum. Þetta staðfestir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Meira »

Hefja leit við Ölfusá síðar í dag

10:14 Leit mun hefjast aftur síðar í dag að manninum sem talinn er hafa stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags. Reiknað er með að leitin muni byrja um fimmleytið að sögn Gunnars Inga Friðrikssonar, verkefnastjóra svæðisstjórnar björgunarsveitanna. Meira »

Vilja undirbúa Mars-leiðangur á Íslandi

10:10 Rannsóknarteymi NASA kanna nú aðstæður á Íslandi fyrir rannsóknir sem ætlað er að skila þekkingu sem verður meðal undirstöðum könnunarleiðangra til annarra plánetna í framtíðinni. Þetta kom fram í máli dr. Jennifer Heldmann og dr. Darlene Lim frá NASA í fyrirlestri þeirra í HR í morgun. Meira »

Málmveski gera ekkert gagn

09:55 Notkun snertilausra greiðslukorta hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi sem og annars staðar. Örgjörvi kortsins á þá þráðlaus samskipti við posa til greiðslu. Meira »

Samkomulag um menningarhús undirritað

09:52 Samkomulag mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss í sveitarfélaginu var undirritað í gær. Meira »

Tækifæri fyrir nýsköpun á Eiðistorgi

09:00 „Mikið af þessu tengist því að ég er alinn upp á Seltjarnarnesi og hef enn sterk tengsl við bæinn. Þetta er mitt bæjarfélag,“ segir Jón von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull, sem talsvert hefur fjárfest á Seltjarnarnesi undanfarin ár. Meira »

Sveinbjörg Birna kynnti lag á K100

08:16 „Ef þetta er Tarzan lag þá er ég bara Jane,“ sagði Sveinbjörg Birna á inngangskafla lagsins Tarzan Boy með Baltimora í Magasíninu á K100. Meira »

16 stiga hiti í dag

06:35 Minnkandi suðvestanátt í dag. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Önnur lægð er væntanleg yfir landið á morgun. Meira »

Lét öllum illum látum

06:27 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálftvö í nótt um hávaða og læti úr íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var einn íbúi mjög æstur og hafði skemmt eitthvað af innanstokksmunum. Meira »

Fulltrúar 8 framboða ná kjöri

05:50 Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli í kosningunum á laugardaginn, en þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mælast nú með einn fulltrúa hvor, en Flokkur fólksins engan sem er breyting frá síðustu könnun sem birt var 27. apríl. Meira »

Þurfa ekki að greiða löggæslukostnaðinn

05:30 Lagabreytingar verða ekki gerðar í sumar um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifærisleyfi vegna útihátíða. Meira »

Ekki skylt að skrá leigutekjur

05:30 Sú krafa er ekki gerð til borgarfulltrúa í reglum borgarinnar um hagsmunaskráningu að þeir geti hagsmuna sinna og tekna í tengslum við útleigu fasteigna. Meira »

Borgin hindrar ljós í Kjós

05:30 Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykjavíkurborgar til að fara um land hennar á Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu símstöð. Meira »

Átakafundur í Kópavogi

05:30 Hart var tekist á um sölu á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt, 10-20 metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Kínverskur antik skápur
Mjög glæsilegur kínverskur antik skápur til sölu. Hæð 2.20 Breidd 1.50 Þykkt ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Skólastjóri - grunnskólinn á suðureyri
Grunn-/framhaldsskóla
Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjór...