Íslendingur í annað sinn

María ásamt manni sínum.
María ásamt manni sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. María, sem er dóttir Sveins og Guðrúnar Kjarval, og barnabarn Jóhannesar Kjarval listmálara, ólst upp á Íslandi til 18 ára aldurs.

„Mamma var oft veik og því dvaldi ég mikið hjá móðurafa mínum Helga Hjörvar og móðurömmu Rósu,“ segir María, sem er yngst fimm systkina. Hús þeirra á Suðurgötu 6 er því æskuheimilið í hennar huga, en sjálf fluttist fjölskyldan víða enda mikill húsnæðisskortur á þessum árum, segir María.

Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.
Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.

Ætlaði að stoppa stutt

Hún flutti til Norður-Jótlands þegar hún var 18 ára gömul. María segist bara hafa ætlað að heimsækja foreldra sína, sem þá voru sestir að á Norður-Jótlandi. „Ég hafði verið á Íslandi um sumarið, en það var ekkert að gera fyrir ungt fólk. Engin vinna eða neitt. Ég ætlaði bara í heimsókn en hef verið þar síðan,“ segir María. Þó að íslenskan sé lýtalaus má greina áhrif dönskunnar lítillega í framburðinum eftir nær hálfa öld á meginlandinu.

„Það er mikið talað um að maður eigi [sem innflytjandi] að samlagast þjóðfélaginu,“ segir María sem segist gjarnan hafa viljað fá danskan ríkisborgararétt til að geta kosið. Á þeim tíma var Dönum þó ekki heimilt að hafa tvöfalt ríkisfang og því þurfti hún að gefa eftir íslenska ríkisborgararéttinn. „En mér var sagt að það yrði auðvelt að skipta aftur ef ég þyrfti á því að halda.“

Það var síðan í tíð Helle-Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, að lögum um ríkisborgararétt var breytt, og frá september 2015 hafa Danir getað fengið tvöfalt ríkisfang. Hún hafi því ákveðið að slá til. „En ég er ekkert á leiðinni heim á pensjón,“ segir María ákveðin. Þetta er bara tilfinningaatriði fyrir mig. Hana dreymir þó um að eignast sumarhús á Íslandi þar sem hún geti haft vinnuaðstöðu.

Ísland í lykilhlutverki í listinni

María starfar sem myndlistarmaður og rekur gallerí í húsi sem hún og maðurinn hennar, sem er danskur, eiga að Nørregade í bænum Frederiksværk á Norður-Sjálandi. Hún viðurkennir að ættartengslin hafi verið þungur kross að bera en afi hennar er, sem fyrr segir, Jóhannes Kjarval, einn þekktasti listmálari okkar Íslendinga. „En maður lærir að lifa með því,“ segir María. Hún segir ekki síður hafa verið erfitt fyrir konu að hasla sér völl í myndlistinni á þeim tíma. Þannig hafi henni verið ýtt í nám í textílhönnun til að byrja með því það nám ætti að henta stúlkum betur. Það var ekki fyrr en hún var flutt til Kaupmannahafnar sem hún hóf að mála en síðan hefur hún ekki lagt pensilinn frá sér.

Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.
Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.

María hefur komið víða við á ferlinum en myndlistin hefur átt hug hennar alla tíð. „Ég hef meðal annars teiknað skólabækur í Zoologisk Museum og Biologisk Samling,“ segir María. Dýra- og líffræðisöfn, ef danskan bregst blaðamanni ekki. Þá vann hún um tíma sem vörður á Glyptotekinu.

Í fyrra opnaði hún sitt eigið gallerí, þar sem hún selur sína list en stefnan er sett á að selja einnig verk eftir aðra í framtíðinni. María segir Ísland leika stórt hlutverk í list sinni. Margar myndir hennar eru íslenskar landslagsmyndir. „Það eru þær sem gefa mest í vasann,“ segir María og hlær. Hún málar þó aldrei myndir af landslagi nema hafa komið þangað og notið náttúrunnar sjálf.

Kemur til Íslands nokkrum sinnum á ári

Fyrstu árin í Danmörku sótti María Ísland sjaldan heim, en síðustu 10-15 árin segist hún hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Hún sé í góðu sambandi við fjölskyldu sína hér á landi, meðal annars systur sína, Kolbrúnu Kjarval leirlistamann, sem býr á Akranesi og var einmitt útnefnd bæjarlistamaður Akraness í fyrra.

Bakgarður hússins er myndarlegur.
Bakgarður hússins er myndarlegur. Ljósmynd/Aðsend

María segir töluvert vesen hafa fylgt því að sækja um ríkisfang. Hún hafi hafist handa strax árið 2015 en síðan þá þurft að standa í „Ég vorkenni útlendingum sem eru að reyna að fá ríkisborgararétt.“ Á endanum hafi hún leitað sér aðstoðar lögfræðings.

Það hafðist þó að lokum, en 29. desember samþykkti Alþingi veitingu ríkisborgararéttarins mótatkvæðalaust. María var þá stödd í París að heimsækja systur sína. „Ég held að þú hafir uppgötvað það fyrr en ég að ég var orðin ríkisborgari,“ segir María að lokum og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Bjartur dagur fram undan

06:54 Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann. Spáð er allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður á Suðurlandi. Meira »

Slasaðist á leið úr bíói

05:48 Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. Meira »

HM eykur áhuga

05:30 Áhugi á Íslandi og íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór af stað. Meira »

Efla flýr myglu á Höfðabakkanum

05:30 Á næstu mánuðum verður starfsemi verkfræðistofunnar Eflu flutt af Höfðabakka í Reykjavík, en í byggingunni þar hafa greinst rakaskemmdir og mygla, sem kallar á umfangsmiklar viðgerðir. Meira »

Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár

05:30 Aukning í holuábúð lunda mælist í Vestmannaeyjum og víðar í kringum Suðurland. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðins lundaralls en því lauk í Eyjum sl. mánudag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur. Meira »

Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti

05:30 Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Meira »

Leita upplýsinga og sjónarmiða RÚV

05:30 „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á markaðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Staða kynjanna að jafnast

05:30 Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017. Meira »

Málið á milli ríkisins og ganganna

05:30 „Í þessu tilviki er um að ræða málefni Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins og það tengist okkur ekki.“ Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður út í meinta skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðargöng hf. Meira »

Andlát: Poul Mohr, fv. ræðismaður í Færeyjum

05:30 Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjörræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Meira »

Gekk örna sinna rétt hjá salerni

05:30 Enn virðist vera algengt að ferðamenn gangi örna sinna á almannafæri. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, kom að ferðamanni, konu, að ganga örna sinna á túni skammt frá bæ Dóru á dögunum. Meira »

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

00:17 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. Meira »

Telja endurskipun í stöðu framkvæmdastjóra LÍN ófaglega

00:04 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

Í gær, 22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

Í gær, 21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

Í gær, 21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

Í gær, 21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

Í gær, 20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...