Íslendingur í annað sinn

María ásamt manni sínum.
María ásamt manni sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. María, sem er dóttir Sveins og Guðrúnar Kjarval, og barnabarn Jóhannesar Kjarval listmálara, ólst upp á Íslandi til 18 ára aldurs.

„Mamma var oft veik og því dvaldi ég mikið hjá móðurafa mínum Helga Hjörvar og móðurömmu Rósu,“ segir María, sem er yngst fimm systkina. Hús þeirra á Suðurgötu 6 er því æskuheimilið í hennar huga, en sjálf fluttist fjölskyldan víða enda mikill húsnæðisskortur á þessum árum, segir María.

Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.
Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.

Ætlaði að stoppa stutt

Hún flutti til Norður-Jótlands þegar hún var 18 ára gömul. María segist bara hafa ætlað að heimsækja foreldra sína, sem þá voru sestir að á Norður-Jótlandi. „Ég hafði verið á Íslandi um sumarið, en það var ekkert að gera fyrir ungt fólk. Engin vinna eða neitt. Ég ætlaði bara í heimsókn en hef verið þar síðan,“ segir María. Þó að íslenskan sé lýtalaus má greina áhrif dönskunnar lítillega í framburðinum eftir nær hálfa öld á meginlandinu.

„Það er mikið talað um að maður eigi [sem innflytjandi] að samlagast þjóðfélaginu,“ segir María sem segist gjarnan hafa viljað fá danskan ríkisborgararétt til að geta kosið. Á þeim tíma var Dönum þó ekki heimilt að hafa tvöfalt ríkisfang og því þurfti hún að gefa eftir íslenska ríkisborgararéttinn. „En mér var sagt að það yrði auðvelt að skipta aftur ef ég þyrfti á því að halda.“

Það var síðan í tíð Helle-Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, að lögum um ríkisborgararétt var breytt, og frá september 2015 hafa Danir getað fengið tvöfalt ríkisfang. Hún hafi því ákveðið að slá til. „En ég er ekkert á leiðinni heim á pensjón,“ segir María ákveðin. Þetta er bara tilfinningaatriði fyrir mig. Hana dreymir þó um að eignast sumarhús á Íslandi þar sem hún geti haft vinnuaðstöðu.

Ísland í lykilhlutverki í listinni

María starfar sem myndlistarmaður og rekur gallerí í húsi sem hún og maðurinn hennar, sem er danskur, eiga að Nørregade í bænum Frederiksværk á Norður-Sjálandi. Hún viðurkennir að ættartengslin hafi verið þungur kross að bera en afi hennar er, sem fyrr segir, Jóhannes Kjarval, einn þekktasti listmálari okkar Íslendinga. „En maður lærir að lifa með því,“ segir María. Hún segir ekki síður hafa verið erfitt fyrir konu að hasla sér völl í myndlistinni á þeim tíma. Þannig hafi henni verið ýtt í nám í textílhönnun til að byrja með því það nám ætti að henta stúlkum betur. Það var ekki fyrr en hún var flutt til Kaupmannahafnar sem hún hóf að mála en síðan hefur hún ekki lagt pensilinn frá sér.

Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.
Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.

María hefur komið víða við á ferlinum en myndlistin hefur átt hug hennar alla tíð. „Ég hef meðal annars teiknað skólabækur í Zoologisk Museum og Biologisk Samling,“ segir María. Dýra- og líffræðisöfn, ef danskan bregst blaðamanni ekki. Þá vann hún um tíma sem vörður á Glyptotekinu.

Í fyrra opnaði hún sitt eigið gallerí, þar sem hún selur sína list en stefnan er sett á að selja einnig verk eftir aðra í framtíðinni. María segir Ísland leika stórt hlutverk í list sinni. Margar myndir hennar eru íslenskar landslagsmyndir. „Það eru þær sem gefa mest í vasann,“ segir María og hlær. Hún málar þó aldrei myndir af landslagi nema hafa komið þangað og notið náttúrunnar sjálf.

Kemur til Íslands nokkrum sinnum á ári

Fyrstu árin í Danmörku sótti María Ísland sjaldan heim, en síðustu 10-15 árin segist hún hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Hún sé í góðu sambandi við fjölskyldu sína hér á landi, meðal annars systur sína, Kolbrúnu Kjarval leirlistamann, sem býr á Akranesi og var einmitt útnefnd bæjarlistamaður Akraness í fyrra.

Bakgarður hússins er myndarlegur.
Bakgarður hússins er myndarlegur. Ljósmynd/Aðsend

María segir töluvert vesen hafa fylgt því að sækja um ríkisfang. Hún hafi hafist handa strax árið 2015 en síðan þá þurft að standa í „Ég vorkenni útlendingum sem eru að reyna að fá ríkisborgararétt.“ Á endanum hafi hún leitað sér aðstoðar lögfræðings.

Það hafðist þó að lokum, en 29. desember samþykkti Alþingi veitingu ríkisborgararéttarins mótatkvæðalaust. María var þá stödd í París að heimsækja systur sína. „Ég held að þú hafir uppgötvað það fyrr en ég að ég var orðin ríkisborgari,“ segir María að lokum og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...