Íslendingur í annað sinn

María ásamt manni sínum.
María ásamt manni sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. María, sem er dóttir Sveins og Guðrúnar Kjarval, og barnabarn Jóhannesar Kjarval listmálara, ólst upp á Íslandi til 18 ára aldurs.

„Mamma var oft veik og því dvaldi ég mikið hjá móðurafa mínum Helga Hjörvar og móðurömmu Rósu,“ segir María, sem er yngst fimm systkina. Hús þeirra á Suðurgötu 6 er því æskuheimilið í hennar huga, en sjálf fluttist fjölskyldan víða enda mikill húsnæðisskortur á þessum árum, segir María.

Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.
Galleríið er staðsett í húsi þeirra við aðalgötu bæjarins.

Ætlaði að stoppa stutt

Hún flutti til Norður-Jótlands þegar hún var 18 ára gömul. María segist bara hafa ætlað að heimsækja foreldra sína, sem þá voru sestir að á Norður-Jótlandi. „Ég hafði verið á Íslandi um sumarið, en það var ekkert að gera fyrir ungt fólk. Engin vinna eða neitt. Ég ætlaði bara í heimsókn en hef verið þar síðan,“ segir María. Þó að íslenskan sé lýtalaus má greina áhrif dönskunnar lítillega í framburðinum eftir nær hálfa öld á meginlandinu.

„Það er mikið talað um að maður eigi [sem innflytjandi] að samlagast þjóðfélaginu,“ segir María sem segist gjarnan hafa viljað fá danskan ríkisborgararétt til að geta kosið. Á þeim tíma var Dönum þó ekki heimilt að hafa tvöfalt ríkisfang og því þurfti hún að gefa eftir íslenska ríkisborgararéttinn. „En mér var sagt að það yrði auðvelt að skipta aftur ef ég þyrfti á því að halda.“

Það var síðan í tíð Helle-Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, að lögum um ríkisborgararétt var breytt, og frá september 2015 hafa Danir getað fengið tvöfalt ríkisfang. Hún hafi því ákveðið að slá til. „En ég er ekkert á leiðinni heim á pensjón,“ segir María ákveðin. Þetta er bara tilfinningaatriði fyrir mig. Hana dreymir þó um að eignast sumarhús á Íslandi þar sem hún geti haft vinnuaðstöðu.

Ísland í lykilhlutverki í listinni

María starfar sem myndlistarmaður og rekur gallerí í húsi sem hún og maðurinn hennar, sem er danskur, eiga að Nørregade í bænum Frederiksværk á Norður-Sjálandi. Hún viðurkennir að ættartengslin hafi verið þungur kross að bera en afi hennar er, sem fyrr segir, Jóhannes Kjarval, einn þekktasti listmálari okkar Íslendinga. „En maður lærir að lifa með því,“ segir María. Hún segir ekki síður hafa verið erfitt fyrir konu að hasla sér völl í myndlistinni á þeim tíma. Þannig hafi henni verið ýtt í nám í textílhönnun til að byrja með því það nám ætti að henta stúlkum betur. Það var ekki fyrr en hún var flutt til Kaupmannahafnar sem hún hóf að mála en síðan hefur hún ekki lagt pensilinn frá sér.

Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.
Íslensk náttúra er í aðalhlutverki á myndum Maríu.

María hefur komið víða við á ferlinum en myndlistin hefur átt hug hennar alla tíð. „Ég hef meðal annars teiknað skólabækur í Zoologisk Museum og Biologisk Samling,“ segir María. Dýra- og líffræðisöfn, ef danskan bregst blaðamanni ekki. Þá vann hún um tíma sem vörður á Glyptotekinu.

Í fyrra opnaði hún sitt eigið gallerí, þar sem hún selur sína list en stefnan er sett á að selja einnig verk eftir aðra í framtíðinni. María segir Ísland leika stórt hlutverk í list sinni. Margar myndir hennar eru íslenskar landslagsmyndir. „Það eru þær sem gefa mest í vasann,“ segir María og hlær. Hún málar þó aldrei myndir af landslagi nema hafa komið þangað og notið náttúrunnar sjálf.

Kemur til Íslands nokkrum sinnum á ári

Fyrstu árin í Danmörku sótti María Ísland sjaldan heim, en síðustu 10-15 árin segist hún hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Hún sé í góðu sambandi við fjölskyldu sína hér á landi, meðal annars systur sína, Kolbrúnu Kjarval leirlistamann, sem býr á Akranesi og var einmitt útnefnd bæjarlistamaður Akraness í fyrra.

Bakgarður hússins er myndarlegur.
Bakgarður hússins er myndarlegur. Ljósmynd/Aðsend

María segir töluvert vesen hafa fylgt því að sækja um ríkisfang. Hún hafi hafist handa strax árið 2015 en síðan þá þurft að standa í „Ég vorkenni útlendingum sem eru að reyna að fá ríkisborgararétt.“ Á endanum hafi hún leitað sér aðstoðar lögfræðings.

Það hafðist þó að lokum, en 29. desember samþykkti Alþingi veitingu ríkisborgararéttarins mótatkvæðalaust. María var þá stödd í París að heimsækja systur sína. „Ég held að þú hafir uppgötvað það fyrr en ég að ég var orðin ríkisborgari,“ segir María að lokum og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...