Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

Bæjarstjórinn í Garðabæ segir að til greina komi að innheimta …
Bæjarstjórinn í Garðabæ segir að til greina komi að innheimta innviðagjöld í Garðabæ vegna borgarlínu. Mynd/mbl.is

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Til greina komi að innheimta innviðagjöld í Garðabæ vegna borgarlínu.

„Við gerum þetta nú til dæmis þegar í Urriðaholtinu. Við semjum við landeigendur um að leggja eitthvað til uppbyggingar í hverfinu. Það eru frjálsir samningar,“ segir Gunnar.

Innviðagjöld í Urriðaholti séu um 790 þúsund á íbúð í fjölbýli, um 1.244 þúsund fyrir raðhús og 3,65 milljónir fyrir einbýli.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir gert ráð fyrir óverulegri þéttingu byggðar í Kópavogi meðfram fyrirhugaðri borgarlínu. Innviðagjöld hafi ekki verið til umræðu.

„Við höfum ekki innheimt innviðagjald í þéttingarverkefnum okkar,“ segir Ármann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert