„Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata lýstu yfir vilja til að skoða nýja staðsetningu Landspítala í sérstökum umræðum um staðsetningu þjóðarsjúkrahúss á Alþingi fyrir hádegi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vinstri grænna spurði hvort þeim þingmönnum sem vildu hætta við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut væri alvara.

„Er fólki alvara með það að bjóða heilbrigðisstéttunum á Íslandi, heilbrigðisvísindum og veiku og slösuðu fólki upp á þann málflutning,“ sagði heilbrigðisráðherra og bætti við að það væri hættuleg hugmynd að stoppa uppbyggingu við Hringbraut á þessum tímapunkti.

„Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið,“ sagði Svandís.

Umræða þingmanna um efnið var nokkuð lífleg á köflum og sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins til dæmis að forsendur fyrir uppbyggingu við Hringbraut væru brostnar vegna umferðarmála í Reykjavík.

Ef hún, búsett í Grafarholti, veiktist að morgni tæki það hana 45 mínútur að komast á sjúkrahúsið við Hringbraut í þungri umferðinni. „Á kannski að fleygja mér í borgarlínuna af því að hún á að vera hraðleiðin niður á spítala fyrir mig?“ bætti Inga við.

Píratar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði stefnu flokksins í málinu vera þá að fram ætti að fara faglegt mat á framtíðarstaðsetningu spítalans, þar sem engir kostir verði útilokaðir fyrir fram. Í kjölfar þessa mats fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla eða „vönduð skoðanakönnun þar sem þjóðin fái að velja á milli þeirra kosta sem best koma út úr matinu“.

 „Við elskum það að deila,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði deilur um hús vera menningararf Íslendinga. Hann sagðist skilja þær efasemdir sem sumir hafa um staðsetningu háskólasjúkrahússins. Staðreyndin væri hins vegar sú að deilurnar mætti rekja til þess að við værum ekki búin að klára verkefnið fyrir löngu.

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Óla Birni og sagði að löngu ætti að vera búið að ljúka byggingu sjúkrahússins. „Vandamálið er hins vegar núna að þegar við verðum búin að byggja þar, sem átti að vera löngu búið að klára, verður það jafnvel orðið úrelt stærðarlega séð,“ sagði Björn Leví.

Minnihluti þingheims vill skoða nýjan stað

Ekki virðist útlit fyrir að þær tillögur um nýja staðarvalsgreiningu fyrir Landspítala sem þingmenn stjórnarandstöðu hafa lagt fram með Sigmund Davíð Gunnlaugsson fremstan í flokki, hljóti brautargengi á Alþingi í bráð.

Þingmenn stjórnarflokkanna þriggja lýstu allir yfir vilja til að halda áfram með uppbygginguna við Hringbraut í takt við þingsályktun frá árinu 2014.

 „Við það eigum við að standa,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, og þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar voru á sama máli.

„Ég verð að segja að ég efast um að nokkur bygging sem yfir höfuð gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi myndi þola jafnítarlega skoðun og endurskoðanir á staðsetningu sinni og Landspítalinn við Hringbraut, nýbyggingin, hefur þolað undanfarin ár og áratugi. Það er þá kannski helst Hallgrímskirkja sem við gætum sammælst um að standi á góðum stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.

mbl.is

Innlent »

Fellihýsi valt út af Vesturlandsvegi

18:21 Bíll með fellihýsi í afturdragi fauk út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á sjötta tímanum í kvöld. Enginn slasaðist en fellihýsið er illa farið, brotið að framan og dót fokið úr því. Ökumaður og kona hans voru á leið út úr bænum þegar snörp vindhviða feykti bílnum yfir á öfugan vegarhelming og þaðan út í vegkant. Meira »

Þyrla flutti slasaðan hestamann

18:19 Kona féll af hestbaki í reiðtúr við Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi og hlaut áverka. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til ásamt björgunarsveitum af öllu Vesturlandi. Konan var flutt með þyrlu á Landspítala til skoðunar. Meira »

Ríkisstjórnin ekki rætt lög á ljósmæður

18:00 Ekki hefur komið til tals að setja lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þetta segja bæði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Þjónustukort Byggðastofnunar kynnt

17:41 Vefsjáin thjonustukort.is var opnuð í dag og er það fyrsti áfangi í þróun þjónustukortsins sem nær yfir þjónustu á sviði löggæslu-, fræðslu- og heilbrigðismála. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tryggja frekari öflun gagna og samræmingu til þess að haldið verður áfram með verkefnið. Meira »

Ártúnsbrekka malbikuð

17:22 Malbikunarframkvæmdir hefjast í Ártúnsbrekku í kvöld, í aksturstefnu í átt að miðborg Reykjavíkur. Tvær akreinar verða malbikaðar í kvöld og nótt og ein til viðbótar á morgun. Vegarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Fjölgi nýbyggingum með niðurgreiðslum

16:45 Íbúðalánasjóður mun leita að þremur sveitarfélögum í tilraunaverkefni til að auka húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir verkefnið að norskri fyrirmynd. Meira »

Kjaradeila ljósmæðra „mikið áhyggjuefni“

16:03 Landlæknir, Alma D. Möller, lýsir alvarlegum áhyggjum vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í tilkynningu til fjölmiðla. Embættið segir stjórnendur Landspítala telja sig geta tryggt öryggi sjúklinga með herkjum þar sem óljóst er hvenær næsta álagstímabil starfsfólks verði. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

15:21 Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Forsetinn mætti í afmæli Karólínu

14:55 Karólína Björk Steinþórsdóttir varð sjö ára gömul á laugardaginn og var haldin afmælisveisla af því tilefni. Karólína útbjó myndarlegan gestalista og ákvað að bjóða forseta Íslands í afmælisveisluna. Henni til mikillar undrunar mætti forsetinn með fjölskyldu sína í veisluna. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa, sími 5195880. Tölvupóstfang: jhlogmanns...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...