„Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata lýstu yfir vilja til að skoða nýja staðsetningu Landspítala í sérstökum umræðum um staðsetningu þjóðarsjúkrahúss á Alþingi fyrir hádegi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vinstri grænna spurði hvort þeim þingmönnum sem vildu hætta við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut væri alvara.

„Er fólki alvara með það að bjóða heilbrigðisstéttunum á Íslandi, heilbrigðisvísindum og veiku og slösuðu fólki upp á þann málflutning,“ sagði heilbrigðisráðherra og bætti við að það væri hættuleg hugmynd að stoppa uppbyggingu við Hringbraut á þessum tímapunkti.

„Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið,“ sagði Svandís.

Umræða þingmanna um efnið var nokkuð lífleg á köflum og sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins til dæmis að forsendur fyrir uppbyggingu við Hringbraut væru brostnar vegna umferðarmála í Reykjavík.

Ef hún, búsett í Grafarholti, veiktist að morgni tæki það hana 45 mínútur að komast á sjúkrahúsið við Hringbraut í þungri umferðinni. „Á kannski að fleygja mér í borgarlínuna af því að hún á að vera hraðleiðin niður á spítala fyrir mig?“ bætti Inga við.

Píratar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði stefnu flokksins í málinu vera þá að fram ætti að fara faglegt mat á framtíðarstaðsetningu spítalans, þar sem engir kostir verði útilokaðir fyrir fram. Í kjölfar þessa mats fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla eða „vönduð skoðanakönnun þar sem þjóðin fái að velja á milli þeirra kosta sem best koma út úr matinu“.

 „Við elskum það að deila,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði deilur um hús vera menningararf Íslendinga. Hann sagðist skilja þær efasemdir sem sumir hafa um staðsetningu háskólasjúkrahússins. Staðreyndin væri hins vegar sú að deilurnar mætti rekja til þess að við værum ekki búin að klára verkefnið fyrir löngu.

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Óla Birni og sagði að löngu ætti að vera búið að ljúka byggingu sjúkrahússins. „Vandamálið er hins vegar núna að þegar við verðum búin að byggja þar, sem átti að vera löngu búið að klára, verður það jafnvel orðið úrelt stærðarlega séð,“ sagði Björn Leví.

Minnihluti þingheims vill skoða nýjan stað

Ekki virðist útlit fyrir að þær tillögur um nýja staðarvalsgreiningu fyrir Landspítala sem þingmenn stjórnarandstöðu hafa lagt fram með Sigmund Davíð Gunnlaugsson fremstan í flokki, hljóti brautargengi á Alþingi í bráð.

Þingmenn stjórnarflokkanna þriggja lýstu allir yfir vilja til að halda áfram með uppbygginguna við Hringbraut í takt við þingsályktun frá árinu 2014.

 „Við það eigum við að standa,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, og þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar voru á sama máli.

„Ég verð að segja að ég efast um að nokkur bygging sem yfir höfuð gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi myndi þola jafnítarlega skoðun og endurskoðanir á staðsetningu sinni og Landspítalinn við Hringbraut, nýbyggingin, hefur þolað undanfarin ár og áratugi. Það er þá kannski helst Hallgrímskirkja sem við gætum sammælst um að standi á góðum stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.

mbl.is

Innlent »

Aldrei fóru fleiri vestur

20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »