„Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata lýstu yfir vilja til að skoða nýja staðsetningu Landspítala í sérstökum umræðum um staðsetningu þjóðarsjúkrahúss á Alþingi fyrir hádegi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Vinstri grænna spurði hvort þeim þingmönnum sem vildu hætta við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut væri alvara.

„Er fólki alvara með það að bjóða heilbrigðisstéttunum á Íslandi, heilbrigðisvísindum og veiku og slösuðu fólki upp á þann málflutning,“ sagði heilbrigðisráðherra og bætti við að það væri hættuleg hugmynd að stoppa uppbyggingu við Hringbraut á þessum tímapunkti.

„Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið,“ sagði Svandís.

Umræða þingmanna um efnið var nokkuð lífleg á köflum og sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins til dæmis að forsendur fyrir uppbyggingu við Hringbraut væru brostnar vegna umferðarmála í Reykjavík.

Ef hún, búsett í Grafarholti, veiktist að morgni tæki það hana 45 mínútur að komast á sjúkrahúsið við Hringbraut í þungri umferðinni. „Á kannski að fleygja mér í borgarlínuna af því að hún á að vera hraðleiðin niður á spítala fyrir mig?“ bætti Inga við.

Píratar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði stefnu flokksins í málinu vera þá að fram ætti að fara faglegt mat á framtíðarstaðsetningu spítalans, þar sem engir kostir verði útilokaðir fyrir fram. Í kjölfar þessa mats fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla eða „vönduð skoðanakönnun þar sem þjóðin fái að velja á milli þeirra kosta sem best koma út úr matinu“.

 „Við elskum það að deila,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði deilur um hús vera menningararf Íslendinga. Hann sagðist skilja þær efasemdir sem sumir hafa um staðsetningu háskólasjúkrahússins. Staðreyndin væri hins vegar sú að deilurnar mætti rekja til þess að við værum ekki búin að klára verkefnið fyrir löngu.

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Óla Birni og sagði að löngu ætti að vera búið að ljúka byggingu sjúkrahússins. „Vandamálið er hins vegar núna að þegar við verðum búin að byggja þar, sem átti að vera löngu búið að klára, verður það jafnvel orðið úrelt stærðarlega séð,“ sagði Björn Leví.

Minnihluti þingheims vill skoða nýjan stað

Ekki virðist útlit fyrir að þær tillögur um nýja staðarvalsgreiningu fyrir Landspítala sem þingmenn stjórnarandstöðu hafa lagt fram með Sigmund Davíð Gunnlaugsson fremstan í flokki, hljóti brautargengi á Alþingi í bráð.

Þingmenn stjórnarflokkanna þriggja lýstu allir yfir vilja til að halda áfram með uppbygginguna við Hringbraut í takt við þingsályktun frá árinu 2014.

 „Við það eigum við að standa,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, og þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar voru á sama máli.

„Ég verð að segja að ég efast um að nokkur bygging sem yfir höfuð gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi myndi þola jafnítarlega skoðun og endurskoðanir á staðsetningu sinni og Landspítalinn við Hringbraut, nýbyggingin, hefur þolað undanfarin ár og áratugi. Það er þá kannski helst Hallgrímskirkja sem við gætum sammælst um að standi á góðum stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...