Slæmt ef RÚV færi af auglýsingamarkaði

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir fjármagnið sem …
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir fjármagnið sem fari til RÚV ekki sjálfkrafa færast til annarra miðla. mbl.is/Árni Sæberg

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir það vera slæmt fyrir auglýsendur og auglýsingastofur ef RÚV fari af auglýsingamarkaði.

„Við munum ekki koma til með að ná til hluta þjóðarinnar. Auglýsingar eru upplýsingar og við munum ekki koma þeim til alls almennings,“ segir Elín Helga og telur jafnframt að það fjármagn sem farið hafi til RÚV muni ekki sjálfkrafa færast yfir á aðra fjölmiðla þó RÚV fari af markaðnum.

„Ef við næðum í allan þennan áhorfendahóp á öðrum fjölmiðlum þá værum við þar. Við viljum ná til sem flestra fyrir sem minnstan pening. Ef RÚV verður tekið úr kökunni þá þarf að leita nýrra leiða eða taka þennan pening í annað,“ segir Elín Helga, sem telur meiri ógn stafa af erlendum efnisveitum á borð við Netflix, Facebook og Google heldur en af RÚV.

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »