Menntamál fá falleinkunn

mbl.is/ÞÖK

Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar færir heim sanninn um alvarlega stöðu menntamála hér á landi í samanburði við nágrannalöndin.

Niðurstöður PISA-prófa sýna verri útkomu hér en annars staðar á Norðurlöndum og að við erum undir meðaltali OECD-ríkja á öllum sviðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ísland hefur ekki bætt frammistöðu sína frá því árið 2012,“ segir um PISA-niðurstöðurnar frá 2015. PISA-prófin sýna einnig að mestur munur er hér á getu innfæddra nemenda og nemenda sem eru af erlendu bergi brotnir. Einkunnir innfæddra voru alls 23% hærri en þeirra sem hingað hafa flust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert