Lægðagangur áfram ríkjandi

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Lægðagangur verður áfram ríkjandi hjá okkur næstu daga að því er fram kemur í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings. Minnkandi vestanátt verður þó á landinu í dag og dregur úr éljum. Það verður suðvestan 5-13 m/s með morgninum, dálítil él sunnan- og vestanlands, en annars þurrt og bjart að mestu.

Í kvöld og nótt gengur síðan í austanhvassviðri eða -storm. Fyrst suðaustan til, með snjókomu, en slyddu við suðaustur- og austurströndina. Það snýst síðan í minnkandi sunnan- og suðvestanátt og dregur úr ofankomu þegar líður á morgundaginn, fyrst austan til. Annað kvöld verður suðaustan 8-15 m/s og él á stöku stað. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig, en hiti um frostmark við suðaustur- og austurströndina.

Það hvessir síðan aftur á miðvikudag þegar næsta lægð nálgast landið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert