Ók inn í hlið dráttarbíls

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Árekstur varð á Fagradal á Austurlandi í gær er bíll ók inn í hlið dráttarbíls sem var að ná upp bíl sem hafði farið út af veginum í mikilli blindu.

Slæmt skyggni var þegar áreksturinn átti sér stað og sá ökumaðurinn ekki dráttarbílinn fyrr en of seint. Lögreglan á Egilsstöðum segir bílinn hafa verið óökuhæfan eftir áreksturinn við dráttarbílinn. Engin meiðsl urðu hins vegar á fólki.

Slæmt veður er fyrir austan í dag, vindhraði er 30 m/s á fjöllum og skyggni slæmt. Hefur lögregla því beðið þá ferðamenn sem komu til landsins með Norrænu nú í morgun að leggja ekki af stað frá Seyðisfirði fyrr en síðdegis er veður lægir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert