Ákærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Mál mannsins var þingfest í morgun.
Mál mannsins var þingfest í morgun. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa á 4-5 ára tímabili í fjölda skipta brotið gegn stjúpdóttur sinni á sameiginlegu heimili þeirra. Samkvæmt ákæru málsins voru brotin framin á árinu 2007 til 2011 eða 2012, en þá var stúlkan þriggja ára til sjö eða átta ára gömul.

Er maðurinn sakaður um að hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni, en hann er meðal annars sakaður um að hafa stungið fingrum í leggöng hennar.

Málið var þingfest í héraðsdómi í morgun, en ákæruvaldið telur brot mannsins varða við 194. grein og 202. grein almennra hegningarlaga. Er refsirammi beggja lagagreinanna 1 til 16 ára fangelsi.

Af hálfu móður stúlkunnar er farið fram á þrjár milljónir í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert