Reykjavíkurborg biðlar til íbúa með mokstur frá tunnum: Sorphirðumenn standa í ströngu

Sorphirðumenn eru fjórir eða fimm saman á bíl. Á snjóþungum …
Sorphirðumenn eru fjórir eða fimm saman á bíl. Á snjóþungum dögum er erfitt að draga tunnurnar. mbl.is/​Hari

Snjóþungi síðustu daga hefur gert sorphirðumönnum í Reykjavík erfitt fyrir og valdið því að ekki er hægt að ná yfir hverfin á tilsettum tíma.

Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í fyrradag þar sem óskað var eftir því að íbúar mokuðu frá ruslatunnum sínum til að aðstoða við sorphirðu.

Unnið er í vikulöngum verkefnum hjá Sorphirðu Reykjavíkur og segir Egill Arnarson flokksstjóri að það sem ekki klárast yfir vikuna færist yfir á helgarnar og síðan yfir á næstu viku. „Þá lengist milli sorphirðuferða, ruslið eykst og þetta vindur upp á sig. Ruslið fer ekkert,“ segir Egill í umfjöllun um vanda sorphirðumanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert