Sauðfé fækkaði um meira en 10% í Rangárvallasýslu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meiri samdráttur varð í sauðfjárrækt á Suður- og Vesturlandi á síðasta ári en á Norðurlandi og Ströndum. Vetrarfóðruðum kindum fækkaði um 3,8% yfir landið í heild, samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar, en mun meiri fækkun varð í einstaka sveitarfélögum.

Fé fækkaði í Rangárþingi eystra um 12,6% á síðasta ári og í Rangárþingi ytra um 10%. Það er langmesta fækkunin þegar litið er til 12 fjárflestu sveitarfélaga landsins, það er að segja í þeim sveitarfélögum þar sem bændur halda meira en 10 þúsund fjár samtals. Almennt er samdráttur umfram meðtaltal í sveitarfélögum á Suður- og Vesturlandi.

Aftur á móti fjölgaði fé í tveimur sveitarfélögum á þessum lista, í Norðurþingi og Húnaþingi vestra, og fækkun var undir meðaltali í öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi. Fé fjölgaði í Bæjarhreppi og Strandabyggð en bæði þessi sveitarfélög eru á Ströndum en með færri en 10 þúsund kindur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert