Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum.
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið.

Stundin greinir frá þessu en málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í gær.

Þar segir að ákæran snúi að meintum brotum gegn tveimur dætrum mannsins. Brotið hafi verið gegn þeirri eldri frá 5 til 12 ára aldurs og þeirri yngri frá 7 til 9 ára aldurs.

Maðurinn hefur neitað sök.

Hann var dæmdur í tíu mánaða fangelsi árið 1991 fyrir að brjóta kynferðislega gegn elstu dóttur sinni.

Systir mannsins tilkynnti hann til barnaverndaryfirvalda. Hún fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera í málinu fyrr en rökstuddur grunur væri um að hann hefði brotið gegn þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert