Felldu kjarasamning í annað sinn

Flugfreyjur WOW air.
Flugfreyjur WOW air. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær.  54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði.  

„Við erum að meta stöðuna. Við þurfum að hlusta á félagsmenn okkar,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningar hafa verið lausir hjá Flugfreyjum WOW frá því í september 2016. 

Orri segir að það hafi hafi komið sér á óvart að samningurinn hafi verið felldur. 

Í desember síðastliðnum felldu flugfreyjur WOW einnig kjarasamninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert