Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni.

Lítið hefur annars verið um fok- eða veðurtengd útköll hjá björgunarsveitum til þessa. Fyrr í morgun bárust nokkrar til­kynn­ing­ar um fasta bíla í Þrengsl­un­um, við Esju­mela og Sand­skeið, en annars hafa björgunarsveitir að mestu séð um að manna lokunarpósta.

102 björg­un­ar­sveit­ar­menn voru til taks á átt­unda tím­an­um í morg­un og manna þeir m.a. lok­an­ir vega, en lokað hefur verið á allar aðalleiðir í og úr borginni, en veðrið á að ná hámarki nú á tíunda tímanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert