Svandís tekur við málum af Guðmundi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. 

Katrín greindi frá þessu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er RÚV greindi frá. 

Málin snúa öll að Landvernd.

Guðmundur var framkvæmdastjóri samtakanna áður en hann gerðist ráðherra.

Svandís starfaði sem umhverfisráðherra á árunum 2009 til 2013 og ætti því að þekkja vel til þar á bæ.

Guðmundur Ingi greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi tilkynnt ríkisstjórninni að hann hafi ákveðið að víkja sæti við meðferð og töku ávarðana í málunum.

„Málin eru kæra vegna meints skorts á eftirliti Umhverfisstofnunar með framkvæmdum Landsnets vegna Bakkalína, erindi þar sem farið er fram á að ráðuneytið fjalli um lögmæti álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar, umsóknir Landverndar um verkefnastyrki til ráðuneytisins frá því í fyrra og erindi nokkurra landeigenda í Mývatnssveit vegna fyrirhugaðra friðlýsinga á jörð þeirra,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert