„Styrkja þarf stöðu kennara“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði málþing Öryrkjabandalagsins.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði málþing Öryrkjabandalagsins. mbl.is/Golli

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi stöðu kennara í íslensku samfélagi. Álagið sé mikið og virðingin lítil. Menntamálaráðherra segir að íslenskt menntakerfi standi frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem niðurstöðu PISA-könnunarinnar og nýliðun kennara. 

Lilja Dögg ávarpaði málþing Öryrkjabandalags Íslands um kosti og galla sérskóla í hádeginu. Markmiðið með málþinginu er að  varpa ljósi á þá þjónustu sem nemendur með sérþarfir eru í reynd að fá í skólakerfinu og skapa umræðugrundvöll um skólamál í heild sinni, segir á vef Öbí.

„Skóli án aðgreiningar er opinber skólastefna hérlendis. Staðreyndin er samt sem áður sú að samhliða eru einnig reknir sérskólar. Öryrkjabandalag Íslands hefur Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. Þar er skýrt kveðið á um menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar,“ segir á vef Öbí.

Lilja Dögg segir að það sé ánægjulegt hversu mikið sé talað um menntamál nú miðað við áður og að mikilvægt sé að horfa á styrkleika barna en ekki veikleika.

Hún kemur sjálf úr Fellaskóla og lauk þar námi árið 1989 og segist hafa farið í margar menntastofnanir síðan þá en Fellaskóli hafi kennt henni mest. Þar hafi verið mikill fjölbreytileiki og hún hafi lært meira um lífið þar en í næsta skóla, Menntaskólanum í Reykjavík. 

Þegar horft sé á menntakerfið á Íslandi sé ljóst að margt hafi tekist vel en annað ekki. Að sögn Lilju Daggar tala margir kennarar um það við hana að stuðningur við stefnuna skóli án aðgreiningar sé ekki nægur og skoða þurfi hvernig hægt sé að styðja kennara frekar. Til þess þurfi að setja aukið fjármagn inn í menntakerfið og styðja við það þannig að það virki eins og það eigi að virka. 

Að sögn Lilju er mikilvægt að bæði sé boðið upp á skóla án aðgreiningar og einnig sérskóla fyrir þá sem telja þörfum sínum betur borgið þar. Enda séu þarfir nemenda mismunandi. 

Hún nefndi starfsbrautir í framhaldsskólum í erindi sínu á málþinginu og  mikilvægi þeirra. Lilja segir einstaklega vel haldið utan um fatlaða nemendur í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og mikilvægt sé að halda vel utan um fólk að loknu námi. Að þeir sem ljúki námi af starfsbrautum hafi eitthvað sem taki við líkt og aðrir nemendur. 

Hún fjallaði einnig um niðurstöðu PISA og segir ljóst að lesskilningur fer minnkandi og Ísland falli þar hratt í samanburði við aðrar þjóðir, svo sem hin Norðurlöndin. Hún telji að getan sé meiri en spurning sé hvernig við nálgumst þetta próf. Við getum samt ekki horft framhjá versnandi stöðu Íslands þar, segir Lilja Dögg. 

Að hennar sögn er nauðsynlegt að horfa meira á lestur, stærðfræði og náttúrulæsi í skólum landsins en það verði ekki gert nema heimilin komi að málum.

Annað sem Lilja Dögg nefndi er nýliðun í kennarastétt. Stjórnvöld þurfi að taka á lítilli nýliðun og það sé eitthvað sem verið sé að gera. Eins verði að draga úr brotthvarfi hér á Íslandi en það er of mikið, segir menntamálaráðherra og meira en annars staðar. Þar þurfi að fara í snemmtæka íhlutun, það er áður en í framhaldsskólann er komið.

Menntamálaráðherra gerði íslenska tungu að umfjöllunarefni og að hugsa þurfi um framtíð íslenskunnar í stafrænu umhverfi. Þar væri metnaðarfullt verkefni að fara af stað; Máltækni fyrir íslensku, sem muni væntanlega muni auka tækifæri þeirra sem eiga í erfiðleikum með lestur.

En lykillinn sé að styðja betur við starf kennara og það þurfi að endurskilgreina hlutverk kennara sem eru að sinna of mörgu þannig að þeir ná ekki að sinna starfi sínu nægjanlega vel. Þetta þurfi að skoða með gagnrýnum hætti, segir Lilja Dögg og bendir á að kannanir sýni að börnum í neðra hæfisþrepi fjölgar á sama tíma og börnum efra hæfisþrepi fækkar. Þetta þýði að hvorugum hópnum sé nægjanlega vel sinnt og að sögn menntamálaráðherra hefur hún áhuga á að skoða þetta betur.

mbl.is

Innlent »

Þróa kerfi til að tryggja velferð barna

12:30 Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Meira »

„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Meira »

Lið Toyota leiðir áheitasöfnunina

11:54 Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

11:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

11:02 Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Skráðum kynferðisafbrotum fjölgar

10:55 Fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu í maí en mikil fjölgun á skráðum kynferðisafbrotum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

10:08 „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Eldur í rjóðri við FSu

10:03 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Sprengisandsleið opnuð

10:01 Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út tilkynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leiðina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyjum og að norðan úr Bárðardal. Meira »

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

09:20 Sindri Brjánsson, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann stakk annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Atvinnuleysi eykst

09:17 4,7% atvinnuleysi var í maí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Meira »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

07:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...