Ekki stofnað til að flytja vopn

Þóra segir í færslu sinni alveg á hreinu að Air …
Þóra segir í færslu sinni alveg á hreinu að Air Atlanta hafi ekki verið stofnað til að flytja vopn.

Þóra Guðmundsdóttir, sem stofnaði flugfélagið Atlanta ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni, segir Air Atlanta ekki hafa verið stofnað til að flytja vopn. Það sé alveg á hreinu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Þóru og vekur Egill Helgason athygli á færslu Þóru í Silfri Egils á Pressunni, en færsla Þóru er ekki opin.

„Það er alveg á hreinu að Air Atlanta var ekki stofnað 1986 til að flytja vopn.
Ömurlegt að lesa þessar fréttir,“ segir í færslu Þóru. „Vil benda á samkvæmt fréttum að Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta án athugasemda.
Leiðir huga minn að hversu löskuð stjórnsýslan er á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert