50 umsóknir um 4 stöður flugliða

Dornier 328. Flugvél sömu gerðar og Flugfélagið Ernir er að …
Dornier 328. Flugvél sömu gerðar og Flugfélagið Ernir er að kaupa.

Alls bárust rúmlega 50 umsóknir um fjögur störf flugliða um borð í nýrri Dornier 328 vél, sem Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á og er væntanleg til landsins upp úr miðjum apríl.

Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segist frekar vilja tala um öryggisverði en flugfreyjur eða flugþjóna í þessu sambandi þar sem engar veitingar verði til sölu um borð, enda flugleiðir yfirleitt stuttar.

Nýja flugvélin tekur 32 farþega og segir Hörður að samkvæmt reglugerðum bætist öryggisvörður eða flugliði við í áhöfn með 20. farþeganum. Hann segir að nýja vélin kosti um þrjár milljónir dollara eða um 300 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert