Adhiban stóð uppi sem sigurvegari

Bask­ar­an Adhi­b­an, til hægri.
Bask­ar­an Adhi­b­an, til hægri. Ljós­mynd/​Skák­sam­band Íslands

Indverski stórmeistarinn Baskaran Adhiban er sigurvegari á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu 2018. Adhiban var efstur fyrir lokaumferðina en mætti Mustafa Yilmaz í hreinni úrslitaskák í henni, þar sem Adhiban nægði jafntefli til að tryggja sér sigur.

Eftir sviptingar í miðtafli ákvað Yilmaz að hann hefði ekki stöðu til að tefla til vinnings og þrálék og endaði skákin með jafntefli. 

Sigur Adhiban var glæsilegur en hann var með 7.5 vinning af 9 á hans fyrsta Reykjavíkurmóti. Hann sagði fyrir mótið að hann vonaði að „andi Fischers“ myndi fylgja honum á mótinu og hann taldi eftir á að hann hefði einmitt gert það.

Jafnteflið tryggði Yilmaz annað sætið á stigum en Frakkinn Maxime Lagarde læddist upp í þriðja sætið með því að vera sá eini með 6 vinninga af 8 til að vinna sína skák.

Mikill fjöldi skákmanna náði svo 6.5 vinningum en þeir skipta með sér verðlaunum eftir hinum svokallað Hort kerfi. Hannes Hlífar Stefánsson var einn þeirra en hann var jafnframt efstur Íslendinga eftir tvö mjög þétt jafntefli gegn svörtu mönnum gegn Kamsky í 8. umferð og svo Rapport núna í 9. umferðinni.

Næstir Íslendinga voru þeir Jóhann Hjartarson og Björn Þorfinnsson sem áttu báðir þokkalegt mót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert