Besti hliðarvindur í heimi

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, ...
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er staddur hér á landi til þess að vinna með Isavia að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að prófa nýjar flugvélar og þessi flugvöllur er með mjög góð skilyrði fyrir slíka prófanir“ segir Bjarni við mbl.is. Að sögn Bjarna er verið að starfa með stórum flugvélaframleiðendum í þeim tilgangi að prófa vélar í hliðarvindi, „besta hliðarvindi í heimi“ bætir hann við.

Bjarni hélt fyrirlestur um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag undir heitinu Ævintýri lífs míns: verkfræði og flug. Hann á yfir 6300 flugtíma að baki á yfir 50 flugvélategundum og hefur meðal annars verið listflugmaður, flugkennari og prófunarflugmaður.

Flugprófanir í hliðarvindi hafa verið framkvæmdar um árabil á Keflavíkurvelli, en fyrir nokkrum árum tók Isavia ákvörðun um að hætta slíkum prófum í Keflavík. 

„Ég kom fyrir um mánuði með fulltrúum Boeing, Airbus og Gulfstream til þess að ræða við Isavia og athuga hvers vegna það væri vandamál að halda flugprófanir hér. Ákvörðun Isavia um að hætta flugprófunum er skiljanleg, enda var það vegna þess að þeir töldu ákveðna áhættu fylgja slíku,“ segir Bjarni.Kjöraðstæður fyrir flugprófanir

Þegar var ákveðið var að hætta flugprófunum á Keflavíkurvelli, hafði þegar verið gefið vilyrði fyrir því að kínverskur framleiðandi fengi að framkvæma flugprófun vegna nýrrar vélar sem þeir hafa þegar tekið í notkun. 

„Þar sem Isavia hafði tekið fyrir flugprófanir bauðst ég til þess að koma og aðstoða Isavia við að skoða þau vandamál sem tengdust prófunum, enda var ljóst að ef Kínverjarnir hefðu lent í vandamálum þá myndi kannski verða lokað á flugprófun hér fyrr fullt og allt“ að sögn Bjarna. 

„Kínverjarnir hafa verið með allt á hreinu, en smá hnökrar tengdust tungumálaörðugleikum, en nú eru þeir hér og bíða bara eftir vindi sem er ótrúlegt, þetta er hugsanlega mesta kyrrð sem ég hef nokkurn tíma upplifað á Íslandi í tvær heilar vikur,“ bætir hann við og hlær.

Samkvæmt Bjarna er „undir venjulegum kringumstæðum, alltaf vindur á Keflavíkurvelli og því kjöraðstæður fyrir flugprófanir.“

Aðspurður um þá erfiðleika sem stundum eru við lendingar á Keflavíkurvelli segir hann „það getur stundum verið vindur jafnvel milli flugbrauta og flugmenn sem ætla að lenda hér verða að kunna að lenda í hliðarvindi. Bætist við að bæði Icelandair of Wow hyggjast kaupa flugvélar frá Boeing og Airbus og til þess að hægt sé að nota þessar vélar hér, verður að prófa þær fyrst við þessar aðstæður svo hægt sé að lenda. Standast vélar próf hér geta þær í raun lent hvar sem er í heiminum.“

Framleiðendur vilja nota Keflavíkurflugvöll

Hliðarvindsprófanir eru mikilvægur þáttur í vottunarferli flugvéla, en íslensk yfirvöld votta ekki flugvélar og því er ekki mikil þekking á því sviði hérlendis, samkvæmt Bjarna og bætir við að „Isavia hefur viljað kortleggja betur um hvað þessar flugprófanir snúast og hvaða áhættur því fylgja.“

Þegar blaðamaður spyr hvort líklegt sé að fleiri flugprófanir verða í framtíðinni, segir Bjarni Boeing og Airbus þegar hafa sýnt þessu áhuga. „Í þessari viku kom beiðni frá Airbus um að fá að prófa Airbus 330 í sumar og Boeing vill prófa 737 Max í haust, ásamt nýju 787-10. Nú getur Isavia svarað slíkum beiðnum með meiri festu um hvað á að leyfa og hvað ekki" að sögn hans.

Í næstu viku er haldinn alþjóðleg ráðstefna flugvélaframleiðenda í Seattle í Bandaríkjunum og á þessum fundi stendur til að upplýsa um flugprófunaraðstæður og skilyrði á Keflavíkurvelli.

Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA
Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA Ljósmynd/NASA

Fyrsti íslenski geimfarinn

Bjarni er hugsanlega frægastur hérlendis fyrir að vera fyrsti íslenski geimfarinn, en hann var hluti áhafnar geimskutlunni Discovery árið 1997 og dvaldi hann í geimnum í rúma 10 daga. Þá hefur hann hlotið þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Einnig hefur hann þróað hugbúnað sem notaður hefur verið í rússnesku MIR geimstöðinni, bandarísku geimskutlunni og alþjóðlegum geimstöðinni (ISS). Hann hefur gegnt stöðum og kennt loftaflsfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir í fjölmörgum háskólum.

Um hvernig honum líkar titilinn að vera fyrsti íslenski geimfarinn segist Bjarni ekki vera fyrstur heldur eini íslenski geimfarinn og hlær. 

„Þetta er kannski vottur um bjartsýni íslendinga að tala um þann fyrsta, ég vona auðvitað við verðum fleiri.“ Að sögn hans er alls ekki útilokað að fleiri íslendingar geta orðið geimfarar, sérstaklega þar sem Ísland hefur öðlast aðild að Evrópsku geimvísindastofnuninni. Tekur hann fram að það myndi þó kosta gríðarlega fjármuni og myndi í fyrsta lagi gerast upp úr 2030.

mbl.is

Innlent »

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

15:50 „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Meira »

HM-andköf æðstu embættismanna

15:45 Eftirvæntingin var gríðarmikil fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu á laugardag og horft var á leikinn víða um land. Meðal áhorfenda á Hrafnseyri voru þau Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

15:22 Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Meira »

Fylgir ráðgjöf Hafró í einu og öllu

15:22 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Orðinn mikilvægur tengiflugvöllur

14:55 Keflavíkurflugvöllur er á meðal þeirra flugvalla þar sem mest aukning hefur orðið í tengimöguleikum frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu sem alþjóðlegu flugvallasamtökin ACI sendu frá sér í dag. Meira »

Vill að borgin stofni hagsmunasamtök

14:48 Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg stofni þrjú hagsmunasamtök. Oddviti sósíalista segir þetta vera til þess fallið að notendur þjónustunnar geti komið að ákvörðunum sem þá varða. Meira »

Yngsti forsetinn frá upphafi

14:48 Glatt var yfir mönnum fyrir setningu fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Gleðin tók þó brátt enda þegar minnihlutinn hóf að gera athugasemdir við meirihlutann þegar stóð til að kjósa forseta borgarstjórnar. Áberandi var að flokkar minnihlutans stóðu einhuga við kosningu í embætti borgarstjórnar. Meira »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts

13:33 Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni. Meira »

„Þetta fer bara vel í mig“

13:12 Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, að þessu sinni liggur fyrir fjöldi tillagna frá minnihlutanum. Meira »

Heilbrigðiskerfið byggist á fólki

12:29 „Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki,“ segir formaður hjúkrunarráðs Landspítala í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Meira »

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

11:25 Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

11:05 Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í Stigahlíð í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn sjónarvotta voru á staðnum þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna. Meira »

„Kona fer í stríð“ sýnd á Ísafirði

10:49 „Efni myndarinnar snertir málefni sem brenna á Vestfirðingum, hugmyndin er að í framhaldinu geti orðið samtal á milli fólks,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri og framleiðandi verðlaunakvikmyndarinnar Kona fer í stríð, í samtali við Morgunblaðið. Hann mun halda sérsýningu á kvikmyndinni í Ísafjarðarbíói kl. 17 síðdegis. Meira »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...