Besti hliðarvindur í heimi

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, ...
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er staddur hér á landi til þess að vinna með Isavia að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að prófa nýjar flugvélar og þessi flugvöllur er með mjög góð skilyrði fyrir slíka prófanir“ segir Bjarni við mbl.is. Að sögn Bjarna er verið að starfa með stórum flugvélaframleiðendum í þeim tilgangi að prófa vélar í hliðarvindi, „besta hliðarvindi í heimi“ bætir hann við.

Bjarni hélt fyrirlestur um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag undir heitinu Ævintýri lífs míns: verkfræði og flug. Hann á yfir 6300 flugtíma að baki á yfir 50 flugvélategundum og hefur meðal annars verið listflugmaður, flugkennari og prófunarflugmaður.

Flugprófanir í hliðarvindi hafa verið framkvæmdar um árabil á Keflavíkurvelli, en fyrir nokkrum árum tók Isavia ákvörðun um að hætta slíkum prófum í Keflavík. 

„Ég kom fyrir um mánuði með fulltrúum Boeing, Airbus og Gulfstream til þess að ræða við Isavia og athuga hvers vegna það væri vandamál að halda flugprófanir hér. Ákvörðun Isavia um að hætta flugprófunum er skiljanleg, enda var það vegna þess að þeir töldu ákveðna áhættu fylgja slíku,“ segir Bjarni.Kjöraðstæður fyrir flugprófanir

Þegar var ákveðið var að hætta flugprófunum á Keflavíkurvelli, hafði þegar verið gefið vilyrði fyrir því að kínverskur framleiðandi fengi að framkvæma flugprófun vegna nýrrar vélar sem þeir hafa þegar tekið í notkun. 

„Þar sem Isavia hafði tekið fyrir flugprófanir bauðst ég til þess að koma og aðstoða Isavia við að skoða þau vandamál sem tengdust prófunum, enda var ljóst að ef Kínverjarnir hefðu lent í vandamálum þá myndi kannski verða lokað á flugprófun hér fyrr fullt og allt“ að sögn Bjarna. 

„Kínverjarnir hafa verið með allt á hreinu, en smá hnökrar tengdust tungumálaörðugleikum, en nú eru þeir hér og bíða bara eftir vindi sem er ótrúlegt, þetta er hugsanlega mesta kyrrð sem ég hef nokkurn tíma upplifað á Íslandi í tvær heilar vikur,“ bætir hann við og hlær.

Samkvæmt Bjarna er „undir venjulegum kringumstæðum, alltaf vindur á Keflavíkurvelli og því kjöraðstæður fyrir flugprófanir.“

Aðspurður um þá erfiðleika sem stundum eru við lendingar á Keflavíkurvelli segir hann „það getur stundum verið vindur jafnvel milli flugbrauta og flugmenn sem ætla að lenda hér verða að kunna að lenda í hliðarvindi. Bætist við að bæði Icelandair of Wow hyggjast kaupa flugvélar frá Boeing og Airbus og til þess að hægt sé að nota þessar vélar hér, verður að prófa þær fyrst við þessar aðstæður svo hægt sé að lenda. Standast vélar próf hér geta þær í raun lent hvar sem er í heiminum.“

Framleiðendur vilja nota Keflavíkurflugvöll

Hliðarvindsprófanir eru mikilvægur þáttur í vottunarferli flugvéla, en íslensk yfirvöld votta ekki flugvélar og því er ekki mikil þekking á því sviði hérlendis, samkvæmt Bjarna og bætir við að „Isavia hefur viljað kortleggja betur um hvað þessar flugprófanir snúast og hvaða áhættur því fylgja.“

Þegar blaðamaður spyr hvort líklegt sé að fleiri flugprófanir verða í framtíðinni, segir Bjarni Boeing og Airbus þegar hafa sýnt þessu áhuga. „Í þessari viku kom beiðni frá Airbus um að fá að prófa Airbus 330 í sumar og Boeing vill prófa 737 Max í haust, ásamt nýju 787-10. Nú getur Isavia svarað slíkum beiðnum með meiri festu um hvað á að leyfa og hvað ekki" að sögn hans.

Í næstu viku er haldinn alþjóðleg ráðstefna flugvélaframleiðenda í Seattle í Bandaríkjunum og á þessum fundi stendur til að upplýsa um flugprófunaraðstæður og skilyrði á Keflavíkurvelli.

Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA
Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA Ljósmynd/NASA

Fyrsti íslenski geimfarinn

Bjarni er hugsanlega frægastur hérlendis fyrir að vera fyrsti íslenski geimfarinn, en hann var hluti áhafnar geimskutlunni Discovery árið 1997 og dvaldi hann í geimnum í rúma 10 daga. Þá hefur hann hlotið þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Einnig hefur hann þróað hugbúnað sem notaður hefur verið í rússnesku MIR geimstöðinni, bandarísku geimskutlunni og alþjóðlegum geimstöðinni (ISS). Hann hefur gegnt stöðum og kennt loftaflsfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir í fjölmörgum háskólum.

Um hvernig honum líkar titilinn að vera fyrsti íslenski geimfarinn segist Bjarni ekki vera fyrstur heldur eini íslenski geimfarinn og hlær. 

„Þetta er kannski vottur um bjartsýni íslendinga að tala um þann fyrsta, ég vona auðvitað við verðum fleiri.“ Að sögn hans er alls ekki útilokað að fleiri íslendingar geta orðið geimfarar, sérstaklega þar sem Ísland hefur öðlast aðild að Evrópsku geimvísindastofnuninni. Tekur hann fram að það myndi þó kosta gríðarlega fjármuni og myndi í fyrsta lagi gerast upp úr 2030.

mbl.is

Innlent »

Sendi heillaóskir til forseta Kína

14:21 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi í dag, heillaóskir til forseta Kína, Xi Jinping, sem fyrir fáeinum dögum var endurkjörinn sem forseti lands síns. Meira »

Varla hægt að finna lægri taxta

13:49 „Við erum að vona að þeir komi viljugir til leiks til að leysa deiluna,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Boðað var til samstöðufundar með kjarabaráttu ljósmæðra fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara nú síðdegis, en fundur hófst þá í kjaradeilu félagsins. Meira »

Túlkun norskra embættismanna

13:38 Fram kemur í svarbréfi sem Terje Søviknes, orkumálaráðherra Noregs, sendi til orku- og umhverfisnefndar norska Stórþingsins á mánudaginn að ályktun atvinnuveganefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór um síðustu helgi, um orkumál tæki ekki til fyrirhugaðrar innleiðingar á þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Meira »

Tvöföldun frá Kaldárselsvegi hefjist 2018

13:28 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist nú þegar á árinu 2018 og verði lokið á árinu 2019. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar sem send var þingmönnum í morgun. Meira »

Sagði að hún hefði átt þetta skilið

13:01 Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór með rannsókn málsins þegar Sanita Brauna var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði að ákærði hefði verið óvenju glaðlegur við skýrslutökur vegna málsins. Meira »

Guðni sendi heillaóskir til Pútíns

12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag heillaóskir til Valdimírs Pútíns sem var endurkjörinn forseti Rússlands um liðna helgi. Meira »

Heilbrigt að vilja „me time“

12:00 Elínrós Líndal kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun og ræddi samskipti kynjanna og þörfina sem allir hafa fyrir gæðastund með sjálfum sér. Meira »

Ákærði hótaði vitni öllu illu

12:38 Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna. Meira »

Föðmuðu Ráðhúsið á Akureyri

11:53 Nemendur Oddeyrarskóla á Akureyri tóku í morgun höndum saman og föðmuðu Ráðhús bæjarins í tilefni alþjóðadags gegn kynþáttamisrétti. Nemendur skólans eru um 200 og þar sem hópurinn nær ekki utan um skólabyggingarnar var ákveðið að finna hentugt stórhýsi í grenndinni og Ráðhúsið þótti tilvalið. Meira »

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli fer fram í júní

11:42 Fyrirtöku í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar Hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómara, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun var frestað til 12. apríl næstkomandi. Málið var þingfest í nóvember síðastliðnum, en aðalmeðferð mun fara fram í byrjun júní. Meira »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...