Besti hliðarvindur í heimi

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, ...
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er staddur hér á landi til þess að vinna með Isavia að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að prófa nýjar flugvélar og þessi flugvöllur er með mjög góð skilyrði fyrir slíka prófanir“ segir Bjarni við mbl.is. Að sögn Bjarna er verið að starfa með stórum flugvélaframleiðendum í þeim tilgangi að prófa vélar í hliðarvindi, „besta hliðarvindi í heimi“ bætir hann við.

Bjarni hélt fyrirlestur um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag undir heitinu Ævintýri lífs míns: verkfræði og flug. Hann á yfir 6300 flugtíma að baki á yfir 50 flugvélategundum og hefur meðal annars verið listflugmaður, flugkennari og prófunarflugmaður.

Flugprófanir í hliðarvindi hafa verið framkvæmdar um árabil á Keflavíkurvelli, en fyrir nokkrum árum tók Isavia ákvörðun um að hætta slíkum prófum í Keflavík. 

„Ég kom fyrir um mánuði með fulltrúum Boeing, Airbus og Gulfstream til þess að ræða við Isavia og athuga hvers vegna það væri vandamál að halda flugprófanir hér. Ákvörðun Isavia um að hætta flugprófunum er skiljanleg, enda var það vegna þess að þeir töldu ákveðna áhættu fylgja slíku,“ segir Bjarni.Kjöraðstæður fyrir flugprófanir

Þegar var ákveðið var að hætta flugprófunum á Keflavíkurvelli, hafði þegar verið gefið vilyrði fyrir því að kínverskur framleiðandi fengi að framkvæma flugprófun vegna nýrrar vélar sem þeir hafa þegar tekið í notkun. 

„Þar sem Isavia hafði tekið fyrir flugprófanir bauðst ég til þess að koma og aðstoða Isavia við að skoða þau vandamál sem tengdust prófunum, enda var ljóst að ef Kínverjarnir hefðu lent í vandamálum þá myndi kannski verða lokað á flugprófun hér fyrr fullt og allt“ að sögn Bjarna. 

„Kínverjarnir hafa verið með allt á hreinu, en smá hnökrar tengdust tungumálaörðugleikum, en nú eru þeir hér og bíða bara eftir vindi sem er ótrúlegt, þetta er hugsanlega mesta kyrrð sem ég hef nokkurn tíma upplifað á Íslandi í tvær heilar vikur,“ bætir hann við og hlær.

Samkvæmt Bjarna er „undir venjulegum kringumstæðum, alltaf vindur á Keflavíkurvelli og því kjöraðstæður fyrir flugprófanir.“

Aðspurður um þá erfiðleika sem stundum eru við lendingar á Keflavíkurvelli segir hann „það getur stundum verið vindur jafnvel milli flugbrauta og flugmenn sem ætla að lenda hér verða að kunna að lenda í hliðarvindi. Bætist við að bæði Icelandair of Wow hyggjast kaupa flugvélar frá Boeing og Airbus og til þess að hægt sé að nota þessar vélar hér, verður að prófa þær fyrst við þessar aðstæður svo hægt sé að lenda. Standast vélar próf hér geta þær í raun lent hvar sem er í heiminum.“

Framleiðendur vilja nota Keflavíkurflugvöll

Hliðarvindsprófanir eru mikilvægur þáttur í vottunarferli flugvéla, en íslensk yfirvöld votta ekki flugvélar og því er ekki mikil þekking á því sviði hérlendis, samkvæmt Bjarna og bætir við að „Isavia hefur viljað kortleggja betur um hvað þessar flugprófanir snúast og hvaða áhættur því fylgja.“

Þegar blaðamaður spyr hvort líklegt sé að fleiri flugprófanir verða í framtíðinni, segir Bjarni Boeing og Airbus þegar hafa sýnt þessu áhuga. „Í þessari viku kom beiðni frá Airbus um að fá að prófa Airbus 330 í sumar og Boeing vill prófa 737 Max í haust, ásamt nýju 787-10. Nú getur Isavia svarað slíkum beiðnum með meiri festu um hvað á að leyfa og hvað ekki" að sögn hans.

Í næstu viku er haldinn alþjóðleg ráðstefna flugvélaframleiðenda í Seattle í Bandaríkjunum og á þessum fundi stendur til að upplýsa um flugprófunaraðstæður og skilyrði á Keflavíkurvelli.

Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA
Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA Ljósmynd/NASA

Fyrsti íslenski geimfarinn

Bjarni er hugsanlega frægastur hérlendis fyrir að vera fyrsti íslenski geimfarinn, en hann var hluti áhafnar geimskutlunni Discovery árið 1997 og dvaldi hann í geimnum í rúma 10 daga. Þá hefur hann hlotið þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Einnig hefur hann þróað hugbúnað sem notaður hefur verið í rússnesku MIR geimstöðinni, bandarísku geimskutlunni og alþjóðlegum geimstöðinni (ISS). Hann hefur gegnt stöðum og kennt loftaflsfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir í fjölmörgum háskólum.

Um hvernig honum líkar titilinn að vera fyrsti íslenski geimfarinn segist Bjarni ekki vera fyrstur heldur eini íslenski geimfarinn og hlær. 

„Þetta er kannski vottur um bjartsýni íslendinga að tala um þann fyrsta, ég vona auðvitað við verðum fleiri.“ Að sögn hans er alls ekki útilokað að fleiri íslendingar geta orðið geimfarar, sérstaklega þar sem Ísland hefur öðlast aðild að Evrópsku geimvísindastofnuninni. Tekur hann fram að það myndi þó kosta gríðarlega fjármuni og myndi í fyrsta lagi gerast upp úr 2030.

mbl.is

Innlent »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Sektir eða fangelsi eiga við

05:30 Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði. Meira »

Rifu bragga frá stríðsárunum

05:30 Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir. Meira »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

Í gær, 23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn

Í gær, 22:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu. Meira »

Vinnur að bók um bókband og bókbindara

Í gær, 21:54 Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. Meira »

Árekstur við Hagkaup í Garðabæ

Í gær, 21:39 Árekstur varð við Hagkaup í Garðabæ í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn, eftir að tilkynnt var um áreksturinn um níuleytið í kvöld. Meira »

Vonast til að geta flýtt tvöföldun

Í gær, 21:31 Miðað við nýja samgönguáætlun sem gildir frá árinu 2019 til 2023 og langtímaáætlun til ársins 2033 er ekki gert ráð fyrir því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar ljúki fyrr en eftir fimmtán ár. Meira »

Við erum of kappsöm í frístundum

Í gær, 20:40 „Ég ætla að nálgast þetta sem starfandi sálfræðingur, en mér finnst eftirsóknarvert að skoða hvað felst í „hygge“ og hvernig hægt er að tileinka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, en hún verður með námskeið í næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það huggulegt. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...