Besti hliðarvindur í heimi

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, ...
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, hélt erindi um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er staddur hér á landi til þess að vinna með Isavia að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að prófa nýjar flugvélar og þessi flugvöllur er með mjög góð skilyrði fyrir slíka prófanir“ segir Bjarni við mbl.is. Að sögn Bjarna er verið að starfa með stórum flugvélaframleiðendum í þeim tilgangi að prófa vélar í hliðarvindi, „besta hliðarvindi í heimi“ bætir hann við.

Bjarni hélt fyrirlestur um geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði í HR í dag undir heitinu Ævintýri lífs míns: verkfræði og flug. Hann á yfir 6300 flugtíma að baki á yfir 50 flugvélategundum og hefur meðal annars verið listflugmaður, flugkennari og prófunarflugmaður.

Flugprófanir í hliðarvindi hafa verið framkvæmdar um árabil á Keflavíkurvelli, en fyrir nokkrum árum tók Isavia ákvörðun um að hætta slíkum prófum í Keflavík. 

„Ég kom fyrir um mánuði með fulltrúum Boeing, Airbus og Gulfstream til þess að ræða við Isavia og athuga hvers vegna það væri vandamál að halda flugprófanir hér. Ákvörðun Isavia um að hætta flugprófunum er skiljanleg, enda var það vegna þess að þeir töldu ákveðna áhættu fylgja slíku,“ segir Bjarni.



Kjöraðstæður fyrir flugprófanir

Þegar var ákveðið var að hætta flugprófunum á Keflavíkurvelli, hafði þegar verið gefið vilyrði fyrir því að kínverskur framleiðandi fengi að framkvæma flugprófun vegna nýrrar vélar sem þeir hafa þegar tekið í notkun. 

„Þar sem Isavia hafði tekið fyrir flugprófanir bauðst ég til þess að koma og aðstoða Isavia við að skoða þau vandamál sem tengdust prófunum, enda var ljóst að ef Kínverjarnir hefðu lent í vandamálum þá myndi kannski verða lokað á flugprófun hér fyrr fullt og allt“ að sögn Bjarna. 

„Kínverjarnir hafa verið með allt á hreinu, en smá hnökrar tengdust tungumálaörðugleikum, en nú eru þeir hér og bíða bara eftir vindi sem er ótrúlegt, þetta er hugsanlega mesta kyrrð sem ég hef nokkurn tíma upplifað á Íslandi í tvær heilar vikur,“ bætir hann við og hlær.

Samkvæmt Bjarna er „undir venjulegum kringumstæðum, alltaf vindur á Keflavíkurvelli og því kjöraðstæður fyrir flugprófanir.“

Aðspurður um þá erfiðleika sem stundum eru við lendingar á Keflavíkurvelli segir hann „það getur stundum verið vindur jafnvel milli flugbrauta og flugmenn sem ætla að lenda hér verða að kunna að lenda í hliðarvindi. Bætist við að bæði Icelandair of Wow hyggjast kaupa flugvélar frá Boeing og Airbus og til þess að hægt sé að nota þessar vélar hér, verður að prófa þær fyrst við þessar aðstæður svo hægt sé að lenda. Standast vélar próf hér geta þær í raun lent hvar sem er í heiminum.“

Framleiðendur vilja nota Keflavíkurflugvöll

Hliðarvindsprófanir eru mikilvægur þáttur í vottunarferli flugvéla, en íslensk yfirvöld votta ekki flugvélar og því er ekki mikil þekking á því sviði hérlendis, samkvæmt Bjarna og bætir við að „Isavia hefur viljað kortleggja betur um hvað þessar flugprófanir snúast og hvaða áhættur því fylgja.“

Þegar blaðamaður spyr hvort líklegt sé að fleiri flugprófanir verða í framtíðinni, segir Bjarni Boeing og Airbus þegar hafa sýnt þessu áhuga. „Í þessari viku kom beiðni frá Airbus um að fá að prófa Airbus 330 í sumar og Boeing vill prófa 737 Max í haust, ásamt nýju 787-10. Nú getur Isavia svarað slíkum beiðnum með meiri festu um hvað á að leyfa og hvað ekki" að sögn hans.

Í næstu viku er haldinn alþjóðleg ráðstefna flugvélaframleiðenda í Seattle í Bandaríkjunum og á þessum fundi stendur til að upplýsa um flugprófunaraðstæður og skilyrði á Keflavíkurvelli.

Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA
Bjarni geimfari í einkennisfatnaði NASA Ljósmynd/NASA

Fyrsti íslenski geimfarinn

Bjarni er hugsanlega frægastur hérlendis fyrir að vera fyrsti íslenski geimfarinn, en hann var hluti áhafnar geimskutlunni Discovery árið 1997 og dvaldi hann í geimnum í rúma 10 daga. Þá hefur hann hlotið þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Einnig hefur hann þróað hugbúnað sem notaður hefur verið í rússnesku MIR geimstöðinni, bandarísku geimskutlunni og alþjóðlegum geimstöðinni (ISS). Hann hefur gegnt stöðum og kennt loftaflsfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir í fjölmörgum háskólum.

Um hvernig honum líkar titilinn að vera fyrsti íslenski geimfarinn segist Bjarni ekki vera fyrstur heldur eini íslenski geimfarinn og hlær. 

„Þetta er kannski vottur um bjartsýni íslendinga að tala um þann fyrsta, ég vona auðvitað við verðum fleiri.“ Að sögn hans er alls ekki útilokað að fleiri íslendingar geta orðið geimfarar, sérstaklega þar sem Ísland hefur öðlast aðild að Evrópsku geimvísindastofnuninni. Tekur hann fram að það myndi þó kosta gríðarlega fjármuni og myndi í fyrsta lagi gerast upp úr 2030.

mbl.is

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »