Hönnun Hönnu innblásin af íslensku landslagi

Zen-teppið. Ljóst teppi, sem unnið er út frá jöklahugmynd. Samsett …
Zen-teppið. Ljóst teppi, sem unnið er út frá jöklahugmynd. Samsett úr endurunninni þæfðri ull á bómull. Ljósmynd/Millette Raats

„Hugmyndin er að gestir upplifi náttúruna og landslagið innanhúss,“ segir Hanna Pétursdóttir textílhönnuður um Ullarlag, sýningu sína á Hönnunarmars. Í aðalhlutverkum eru fjölbreytt textílverk; skúlptúrar, púðar, ábreiður og annað til heimilisprýði úr splunkunýrri línu, Hanna felting.

Auk þessara áþreifanlegu hönnunarverka verða á sýningunni stórar ljósmyndir, sem hollenski ljósmyndarinn Milette Raats tók af sömu verkum í íslensku landslagi. „Ljósmyndirnar eru fimmtán talsins, svolítið færri en sjálf verkin því stundum flokkaði hún til dæmis nokkra púða saman eftir því hvort þeir líktust steinum, þúfum, jöklum eða öðrum náttúrufyrirbærum,“ útskýrir Hanna.

Þær stöllur fóru síðsumars í leiðangur til að skoða hvar best færi á að mynda gripina. „Flestar myndirnar eru teknar víðsvegar á Reykjanesi og nokkrar út í Gróttu. Myndatakan tók nokkra daga, enda voru veður og vindar ekki alltaf sammála okkur,“ segir Hanna, sem hafði svolítið hönd í bagga með að koma textílverkunum fyrir úti í náttúrunni sem og á fyrirsætunum, sem stilltu sér upp með púða á höfði eða voru umvafðar teppi svo dæmi séu tekin.

Samtalið við Hönnu í heild er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert