Óskaði eftir liðsinni í máli Hauks

Katrín og Merkel á blaðamannafundi í dag.
Katrín og Merkel á blaðamannafundi í dag. AFP

„Hann var nú bara mjög gagnlegur og góður og skemmtilegur. Það er ljóst að það skiptir okkur Íslendinga mjög miklu að rækta samskipti við Þýskaland og Þjóðverja svo ég fagna því að hafa fengið þennan ágæta fund,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem fyrr í dag fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Í samtali við mbl.is segir Katrín að hún og Merkel hafi farið vítt yfir sviðið í samræðum sínum í dag. Meðal annars óskaði Katrín þess að íslenskir embættismenn mættu leita liðsinnis þýskra kollega sinna varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni, sem sagður er að hafi fallið í árás tyrkneska hersins í Afrín-héraði í Sýrlandi.

„Við ræddum ástandið í Tyrklandi og í tengslum við það óskaði ég þess að okkar embættismenn mættu leita liðsinnis þýskra kollega sinna í því máli, í ljósi þess að þetta er ekki mál sem við erum vön að fást við á hverjum degi,“ segir Katrín.

Fóru yfir flóttamannaumræðuna í Þýskalandi

Leiðtogarnir ræddu einnig flóttamannamál og þróunarsamvinnu, sem Merkel hefur sett á oddinn í sinni pólitík.

„Hún fór yfir það hversu miklu það skipti fyrir velferð okkar á Vesturlöndum að tryggja einnig velferð annarra heimshluta einmitt í gegnum þróunarsamvinnu,“ segir Katrín, en þær ræddu einnig þann mótbyr sem Merkel hefur mætt innan Þýskalands vegna stefnu sinnar í flóttamannamálum.

„Við fórum yfir þau mál og umræðuna um þau mál í Þýskalandi,“ segir Katrín og bætir því við að Merkel sé búin að vera lengi að störfum í pólitík og hafi mikla þekkingu og greiningarhæfni þegar komi að stjórnmálum.

„Það eru auðvitað forréttindi að fá að ræða við slíkt fólk,“ segir Katrín.

Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir ganga hlið við hlið fyrir ...
Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir ganga hlið við hlið fyrir utan kanslarahöllina í Berlín. AFP

Ræddu um útgöngu Bretlands úr ESB

Einnig ræddu þær Katrín og Merkel um stjórnmálaástandið í ríkjunum tveimur.

„Bæði hafði hún heilmikinn áhuga á að fræðast um íslenskt stjórnmálaástand, sem ég gerði mitt besta til að skýra og við fórum svo yfir stöðuna í Þýskalandi sem eru um margt óvenjuleg eftir langan aðdraganda að myndun ríkisstjórnar,“ segir Katrín.

Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu og það bar á góma.

Merkel og Katrín á blaðamannafundi fyrir fund þeirra í dag.
Merkel og Katrín á blaðamannafundi fyrir fund þeirra í dag. AFP

„Ég lagði mikla áherslu á það að við myndum vilja bæði vinna ötullega að halda áfram að vera virk í EES-samningnum, en um leið að við myndum auðvitað áfram eiga góð samskipti við Bretland. Síðan ræddum við stöðuna innan Evrópu og stöðuna á alþjóðasviðinu, þannig að það var eiginlega allt undir á þessum ágæta fundi,“ segir Katrín.

Ítrekaði heimboð nemenda við Fjölbraut í Ármúla

Á blaðamannafundi áður en Katrín og Merkel gengu til fundar minnti sló forsætisráðherra á létta strengi og minnti kanslarann á boð nemenda við Fjölbrautaskólann í Ármúla um að koma til Íslands í heimsókn og tók Merkel vel í það að láta verða af Íslandsför.

„Hún mundi eftir þessum ágæta fundi þar sem hún hafði hitt þessa nemendur og við ræddum það og ég ítrekaði þetta boð – að hún væri mjög velkomin til Íslands. Hún spurði mig líka töluvert um íslenska landafræði og náttúru,“ segir Katrín, sem sagðist þakklát fyrir að hafa náð að rifja upp helstu staðreyndir um þau mál frá skólagöngu sinni.

Horfa má á blaðamannafund Katrínar og Merkel hér að neðan.mbl.is

Innlent »

Sameiginleg framboð til skoðunar

16:52 Miðflokkurinn mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í öllum stærri sveitarfélögum landsins. Hvar boðið verður fram er þó ekki endanlega ákveðið, en til skoðunar er að bjóða fram sameiginlega með öðrum framboðum eða flokkum á nokkrum stöðum. Meira »

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

16:16 Eftirlitsmyndavélar sem greina númeraplötur verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind í Kópavogi á næstu vikum. Myndavélarnar munu greina allar aðkomur inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

16:00 Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Viðvörunarkerfi Hagaskóla fór í gang

15:47 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti gróðureldum á sitthvorum staðnum um hálfþrjúleytið í dag.  Meira »

Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum

15:27 „Miðflokkurinn er ekki í vandamálabransanum, heldur í lausnabransanum,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Landsþingi flokksins í dag. Sigmundur var endurkjörinn formaður flokksins á þinginu í gær. Meira »

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

14:59 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Meira »

Þröngar götur slökkviliðinu til ama

13:36 „Þetta eru krúttlegar götur í miðborginni og ef menn leggja ekki rétt þá geta þær orðið ansi þröngar,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en bílar slökkviliðsins lentu í vandræðum á leið sinni að húsi í Óðinsgötu þar sem eldur kom upp í gærkvöldi. Meira »

Fíknin yfirtók allt

14:30 Þegar Kristín var komin á botninn og búin að fara í sautján meðferðir, liggja í dái í mánuð og búa við hrylling fíknarinnar í langan tíma ákvað hún að deyja. Kristín ákvað að reyna enn einu sinni að brjótast úr heimi neyslunnar og er edrú í dag. Einn dag í einu. Meira »

Spásserað um heilabúið

13:25 „Það er erfitt að flokka þessa bók; það er hryllingur þarna en þetta er samt ekki dæmigerð hryllingssaga með ofbeldi, blóðbaði og slíku. Sagan er líka bókmenntaleg og það talsvert af heimspeki í henni; hún fjallar um hugmyndir sem ég hef áhuga á og vekja hjá mér ugg.“ Meira »

Stefnuræða Sigmundar í beinni

13:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á Landsfundi Miðflokkins sem fram fer í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu á vef mbl.is. Meira »

Von á tillögum til úrbóta í sumar

12:19 Tillögur frá menntamálaráðuneytinu til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða væntanlega birtar með haustinu, en ráðherra fær fyrstu drög í byrjun júní. Hún segir stefnt að því að virðisaukaskattur af áskriftum verði samræmdur og gert sé ráð fyrir talsverðum fjármunum til að takast á við þetta á tekjuhlið fjármálaáætlunnar. Meira »

Launaliðurinn til sæmræmis við launalið annarra samninga

11:39 Launaliður kjarasamnings við ríkið, sem Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu undir í gærkvöldi, er til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrifað undir síðustu mánuði. Samningstíminn er stuttur eða út mars 2019. Meira »

Ingþór leiðir E-listann í Vogum

10:34 Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, leiðir E-listann í Vogum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Sólin mun skína glatt á S- og Vesturlandi

08:22 Útlit er fyrir norðaustanátt í dag að sögn Veðurstofu Íslands, víða á bilinu 8-13 m/s. Rigning eða slydda verður á láglendi austan- og norðaustanlands og snjókoma til fjalla. Meira »

Ferðamenn sólgnir í sveppina

07:20 „Við opnuðum 22. júlí á síðasta ári en einhvers staðar er talað um í þessum veitingafræðum að það taki alveg tvö ár að koma veitingastað á kortið. Það má því segja að fæðingarhríðirnar standi enn yfir,“ segja þau Emma Ragnheiður Marinósdóttir og Georg Ottósson, eigendur Farmers Bistro. Meira »

Óttast heróínfaraldur hér á landi

09:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu á að leita að týndum börnum og bjarga þeim úr aðstæðum sem þau ráða ekki við. Meðal annars vegna neyslu vímuefna. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af aukinni neyslu vímuefna og óttast að hér verði heróínfaraldur eins og víða annars staðar í Evrópu. Meira »

Framhaldsskólakennarar sömdu

08:09 Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi í húsakynnum ríkissáttasemjara. Formaður félags framhaldsskólakennara kveðst vera sáttur við samninginn. Meira »

Neitaði að yfirgefa húsið

07:18 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ölvaðan karlmann í gærkvöldi sem neitaði að yfirgefa íbúðarhúsnæði sem hann hafði farið inn í. Þá mun maðurinn einnig hafa verið að ganga á móti umferð á akbrautum. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage down town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...