Virkjað í sátt við samfélagið

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku …
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku þegar fyrsta skóflustungan var tekin sl. föstudag. Ljósmynd/HS-Orka

Virkjun Tungufljóts í Biskupstungum er mikilvægt samfélagsverkefni sem renna mun styrkari stoðum undir byggð og atvinnu í uppsveitum Árnessýslu. Þetta segir Margeir Ingólfsson á Brú í Biskupstungum í Bláskógabyggð.

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra tók á föstudaginn skóflustungu að byggingu Brúarvirkjunar í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum sem verður 9,9 MW rennslisvirkjun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Framkvæmdin er samstarfsverkefni HS Orku og vatnsréttarhafa, það er Margeirs á Brú sem á land að Tungufljóti austanverðu og Skógræktarinnar sem á Haukadalsjörðina sem liggur að fljótinu í vestri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert