3,2 stiga skjálfti í Bárðarbungu

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Í dag mældist 3,2 stiga jarðskjálfti við norðanverða öskjubrún Bárðarbungu. Skjálftinn varð um klukkan 13.30. Engin gosórói er sjáanlegur samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands.

Nokkrir stórir skjálftar hafa verið við Bárðarbungu í ár. Þann 22. mars varð skjálfti sem mældist 4,3 stig og í lok janúar varð 4,9 stiga skjálfti. Hann var sá stærsti sem mælst hefur frá því að eldgosi lauk í Holuhrauni 28. febrúar 2015.

Í gærmorgun urðu tveir nokkuð stórir skjálftar vestur af Grímsey. Annar var 3,2 stig og hinn 2,6 stig. Mikil skjálftahrina var á því svæði í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert