Tæplega 40 þúsund krónur fyrir „Hraunhlaupið“

Hátt í 200 keppendur voru í Mývatnsmaraþoninu vorið 2017.
Hátt í 200 keppendur voru í Mývatnsmaraþoninu vorið 2017. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Nýtt 7,6 kílómetra utanvegahlaup frá Jarðböðunum í Mývatnssveit, í gegnum Vogaland og með endamark í Dimmuborgum 25. maí verður tengt Mývatnsmaraþoninu daginn eftir.

Reiknað er með 30-40 þátttakendum í utanvegahlaupinu, sem kallað er Hraunhlaupið (Lava Run).

Þar sem Dimmuborgir eru friðlýstar sem náttúruvætti þarf sérstakt leyfi frá Umhverfisstofnun fyrir viðburðinum og hefur það nú verið veitt með ákveðnum skilyrðum um framkvæmd. Samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar verða innheimtar 39.400 krónur vegna vinnslu og afgreiðslu umsóknarinnar. Fyrirhugað er að kynna Hraunhlaupið á næstunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert