Garðar tekur aftur sæti í Hæstarétti

Garðar Gíslason, settur Hæstaréttadómari.
Garðar Gíslason, settur Hæstaréttadómari. Ljósmynd/Hæstiréttur

Garðar Gíslason hefur verið settur hæstaréttardómari frá 1. apríl til 30. júní á þessu ári vegna námsleyfis Helga I. Jónssonar hæstaréttardómara en áður hafði Guðrún Erlendsdóttir verið settur dómari við réttinn frá 6. febrúar til 31. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hæstaréttar.

Garðar var skipaður í embætti hæstaréttardómara 1. janúar 1992. Hann var varaforseti Hæstaréttar frá árinu 1998 til 1999 og forseti réttarins frá árinu 2000 til 2001. Hann lét af störfum sem dómari við Hæstarétt 30. september 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert